Klæddu þig

Klæddu þig
(Lag / texti: Björn Jr. Friðbjörnsson / Björn Jr. Friðbjörnsson og Daníel Á. Haraldsson)

Hún þuklaði, þreifaði,
káfaði’ á mér, mátaði.´
Ég fór henni vel, hún var ánægð,
stærðin virtist henta’ henni.

Lyktina’ af líkama hennar
lagði um allt og festist í mér.
Mér leið svo vel, ég hlakkaði til
að eyða með henni ævinni.

Komdu, klæddu þig í mig,
ég verð að fá að koma við þig.
Ég skal halda þér heitri
og falla þétt að þér.
Komdu, klæddu þig í mig,
ég verð að fá að koma við þig.
Þú skalt láta mig passa
og falla þétt að þér.

Hún teygði mig, togaði,
ofnotaði’ og sjúskaði.
Þvældi mér á alla kanta
þegar henni hentaði.

Lyktina’ af líkama hennar
lagði um allt og festist í mér.
Mér leið svo vel, ég hlakkaði til
að eyða með henni ævinni.

Komdu, klæddu þig í mig,
ég verð að fá að koma við þig.
Þú skalt láta mig passa
og falla þétt að þér.
Komdu, klæddu þig í mig,
verð að fá að koma við þig.
Þú skalt láta mig passa
og falla þétt að þér.

Komdu, klæddu þig í mig,
ég verð að fá að koma við þig.
Þú skalt láta mig passa
og falla þétt að þér.
Komdu, klæddu þig í mig,
verð að fá að koma við þig.
Þú skalt láta mig passa
og falla þétt að þér.

[af plötunni Nýdönsk – 1987-1997]