Faldar hendur

Faldar hendur
(Lag / texti: Jón Ólafsson / Björn Jr. Friðbjörnsson)
 
Faldar hendur
beina mér á braut
sem hlykkjast á einhvern
veg í sína átt.

Huldir heimar
við hliðina á þeim
sem ég er staddur
í á hverri stund.

Það eru andar eða englar
sem toga í þig
og stjórna hvernig þú
sveiflast til að frá.

Það eru augu sem að
fylgjast með og sjá
og ráða hverju
þú áttar þig á.

Það er önnur tíðni
en sú sem ég er á,
veröld innrauð
eða útfjólublá.

Andar – englar
faldar hendur,
innrauð veröld,
huldir heimar.

[af plötunni Nýdönsk – Freistingar]