Flauelsföt

Flauelsföt
(Lag og texti: Björn Jr. Friðbjörnsson)

Sjáðu hvar hún stormar niður strætið,
allt þetta öryggi og óheflað yfirlætið
Hún lætur eins og hún eigi sér níu líf,
kannski er hún með vasahníf.

Sá hana síðast þarna fyrir utan barinn,
í stórri röð hún var að reyna að komast þar inn
en hún gekk framhjá og kyssti dyravörðinn,
kannski var þetta eigandinn.

Nei, hún er bara í flauelsfötum, maður lifandi,
klæðskerasaumuðum feldi úr flaueli.
Hún virðist bæði dáin og lifandi,
gengur um í flauelsfötum, maður lifandi.

Hún var um munninn eins og hún vildi láta kyssa’ hann,
ég var lausgirtur og nærri búinn að missa’ hann
þegar ég mundi að til eru vafasöm víf
og þetta hafði vasahníf.

En hún er bara í flauelsfötum, maður lifandi,
klæðskerasaumuðum feldi úr flaueli.
Hún virðist bæði dáin og lifandi,
gengur um í flauelsfötum, maður lifandi.

En hún er bara í flauelsfötum, maður lifandi,
klæðskerasaumuðum feldi úr flaueli.
Hún virðist bæði dáin og lifandi,
gengur um í flauelsfötum, maður lifandi.

[af plötunni Nýdönsk – 1987-1997]