Greddan

Greddan
(Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson)

Mig langaði að fá mér drátt
en hafði ekki um það hátt.
Sumt hefur maður bara fyrir sig.
Ég leitað hafði dag og nótt
að kellingu með brókarsótt
sem læknað gæti herramanninn mig.

Mikið djöfull stóð á mér
þegar ég var orðinn ber,
ég var alveg gjörsamlega geym.
Ég væri orðinn alveg ær,
bara ef ég hefði þær
en gallinn var að það stóð líka á þeim.

Nú loksins hafði fundið ráð,
klístrað eins og sykurbráð.
Mikið djöfull hlakkaði ég til,
daman sagði loksins já.
Ósköp brosti ég nú þá,
út að eyrum svona hérumbil.

Eftir dráttinn eins og steinn
svaf ég loksins ekki einn
og mig dreymdi um hve fjandi ég var bræt,
nú geð mitt var ei lengur gramt.
Hvers vegna að leita langt yfir skammt
þegar systir manns er svakalega sæt.
 
[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]