Öryrkinn

Öryrkinn
(Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson)

Í daunillum kjallara vestur í bæ
býr fársjúkur maður einn ásamt ketti.
Vín sitt úr beljum drekkur hann dræ
og kyngir því skjálfandi og grettur á smetti.
Hver einasti dagur er drekkhlaðinn drunga,
djöflar og draugar dansa í takt.
Sviði í augum og verkur í lunga,
mikið er á þennan mannræfil lagt.

En hann er besta skinn, auminginn
þó það sé ofvaxinn í honum kirtillinn
sem segir að hann eigi bágt
og örorkumatið sé alltof lágt.

Reykmettuð holan er dimm eins og hellir,
gluggarnir byrgðir sem geysi hér stríð.
Svartsýni og neikvæðni huga hans hrellir,
niðurrifsstarfsemi, öfund og níð.
Hver einast mannvera er ekki sem skyldi,
hálfvitar, hræsnarar, svikarar, svín.
Argasta heppni og víst mesta mildi
að hann flutti ekki hverfið til þín.

En hann er besta skinn, auminginn
þó það sé ofvaxinn í honum kirtillinn
sem segir að hann eigi bágt
og örorkumatið sé alltof lágt.

Hvort deyr hann úr vosbúð eða hor,
það ekki nokkur sála veit
því lífið er eins og Matador,
þú endar alltaf á byrjunarreit.

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]