Knúsumst um stund

Knúsumst um stund
(Lag og texti: Sumarliði Helgason)
 
Ég drukkið hef sleitulaust sjö daga nú,
þann áttunda verð ég að vera edrú.
Þá mun ég giftast svo snoturri snót,
ég gaf henni hjartað með sérhverri rót.

Hún leyfir mér allt sem mig langar og vil,
ég pissa út fyrir ef þannig vill til.
Með viský í búðinni arka ég um,
þá ástin mín hlær og við knúsumst um stund.

Lalalalalalalalalala…

Ég reyndi að hætta að drekka hér fyr,
það fékk svona ekki nægilegan byr.
Ég gleymi ekki því sem hún sagði mér þá,
það fer þér miklu betur að skvetta‘ í þig smá.

Nú viskýið lep ég jafnt nótt sem og dag
og konan hún bakar allar sortirnar.
Ég á ekki orð yfir heppninni‘ í mér,
án þín myndi ég sko fyrirfara mér.

Lalalalalalalalalala…

Ég drukkið hef sleitulaust sjö daga nú,
ég man varla hvernig var að vera edrú.
Var ástin mín ímynd eða var hún olræt,
það er eins og minni hún væri smá sæt.

Ég hef þá líklega‘ alltaf verið hér einn
og ástin mín hugarhóra, ekki neitt.
Og hvað gæti ég svo sem gert nú í því
nema farið á enn eitt haugafyllerí

Lalalalalalalalalala…

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]