Hvað hef ég gert?

Hvað hef ég gert?
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson og Gunnar Þór Eggertsson / Hreimur Örn Heimisson og Gunnar Þór Eggertsson)

Hvar er allt sem áður var?
Er ég ekki lengur þar?
Er kominn inn í dimman heim,
hvað hef ég gert?

Orðin þín þau særðu mig,
í reiði lagði hönd á þig.
Viltu fyrirgefa mér?
Hvað hef ég gert?

Komdu, sjáðu.
Verður allt sem áður var.
Heyrðu, finndu.
Ekkert svar.

Angist, ótti, sorgartár.
Ég myrti þig í tregafár.
Fyrir það ég iðrast nú.
Hvað hef ég gert?

Eftir stend ég, sálin tóm.
Í bakgrunn heyri daufan róm
Verð ég dreginn fyrir dóm,
hvað hef ég gert?

viðlag
Ég vil þig finna, segðu hvar, segðu hvar.
Þú vildir lifa, ekki þar, ekki þar.
Ég vil þig finna, segðu hvar, segðu hvar.
Þú vildir lifa, ekki þar, ekki þar.

En alveg sama hvað ég segi, allt er hljótt,
horfi tárum upp í himingeiminn.
Ímyndin af þér hún gælir við mig, mér er rótt.
Gjörðir mínar tek ég aftur fljótt.

viðlag

[af plötunni Land og synir – Alveg eins og þú]