Ástarfár

Ástarfár
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Hreimur Örn Heimisson og Jón Guðfinnsson)

Sjáðu, ég finn – líkaminn stendur einn og sár,
þetta ástarfár er að gera mig brjálaðan.
Ég og þú, hljómar það ekki vel?
Mér er sama, ég gæti elskað þig.

Á morgun verður samt aldrei eins og nú,
sýndu mér því ég vil ekki sjá þig hverfa frá mér.

viðlag
Ekki særa mig, ég veit ég vil þig,
mér er sama þótt þú lítir við mér.
Leyfðu sál þinni að eiga við mig,
og að eilífu ég geng með þér.

En í kvöld hvers vegna er sál þín köld?
Ertu horfin, ertu búin að gleyma mér?
En hvað af hverju segir þú,
mér er sama ég gæti elskað þig.

viðlag

[af plötunni Land og synir – Alveg eins og þú]