Ótalmargt alla tíð

Ótalmargt alla tíð (All kinds of everything)
(Lag / texti: erlent lag / Páll Sigurðsson)
 
Fjólur og bláklukkur, fiðrildi og tún,
sjómenn með netin sín, seglið við hún.
Klukknahljóð, heillaósk, hjúpuð döggum strá,
ótalmargt alla tíð mun þig minna á.

Mávar og flugvélar, himinsins her,
andvarinn ljúfi, byrinn sem ber,
húsaljós, neonljós, himinfesting blá,
ótalmargt alla tíð mun þig minna á.

Sumarið, veturinn, vornið jafnt og haust,
ég hugsa um þig hugljúf mær,
já – alveg endalaust.

Dansar og ævintýr, óttunnar stef.
Sólskin og frídagar, senda þarf bréf.
Brum á trjám, sölnuð lauf, snjóflygsa smá.
Ótalmargt alla tíð mun þig minna á.

Sumarið, veturinn, vorið jafnt og haust
óbreytt mun ástin mín, og alltaf jafntraust.

Dansar og ævintýr, óttunnar stef.
Sólskin og frídagar, senda þarf bréf.
Brum á trjám, sölnuð lauf, snjóflygsa smá.
Ótalmargt alla tíð mun þig minna á.

[óútgefið]