Til æskustöðvanna

Til æskustöðvanna
Lag og texti: Guðjón Matthíasson

Ég man þig enn og minning þína geymi
milda, bjarta æskubyggðin mín.
Þó árin líði, þér ég aldrei gleymi,
og nú ég sendi kveðju heim til þín.

Því þar mín liggja ótal æskusporin
hjá litla bænum barn er lék ég mér,
en fegurst alltaf fannst mér þó á vorin,
þá fósturjörð í græna kjólinn fer.

Nú allt er hljótt og enginn á þar heima,
og eyðilegt er kringum bæinn minn,
en alla tíð ég mun þó ávallt geyma
minningu um þig og jökulinn.

Því þar mín liggja ótal æskusporin
hjá litla bænum barn er lék ég mér,
en fegurst alltaf fannst mér þó á vorin,
þá fósturjörð í græna kjólinn fer.

[m.a. á plötunni Friðbjörn G. Jónsson – Kveðja til átthaganna]