Lipurtá

Lipurtá
Lag og texti Jenni Jóns

Fríða litla lipurtá.
Ljúf með augu fögur, djúp og blá.
Að dans jenka er draumurinn,
hún dansar fyrir hann afa sinn.

Annað dansa ekki má,
annað en jenka, ónei það er frá,
allir klappa hó og hó og hæ,
hlegið hátt og dansað dátt og nú er kátt í bæ.

Fríða litla lipurtá.
Ljúf með augu fögur, djúp og blá.
Að dansa jenka er draumurinn,
hún dansar fyrir hann afa sinn.

[m.a. á plötunni Óskalögin 2 – ýmsir]