Allt er breytt

Allt er breytt
Lag / texti: erlent lag / Magnús Ingimarsson

Fyrir allra augu fórstu burt,
ég friðlaus hef mig spurt – og hvurt –
af hverju það gerðist einmitt hér.
Enginn efar að þú hefur brugðist mér.

Allir vita nú að allt er breytt,
allir vita að þú sveikst mig.
Enginn veit hve ég hef elskað heitt,
í einverunni græt ég þig.

Er við bundumst, sumir sögðu þá
að sælan liði hjá – með þrá.
En ég sagði: ástin sigrar allt.
Ekki trúi’ ég allt sé búið, dimmt og kalt.

Allir vita nú að allt er breytt,
allir vita að þú sveikst mig.
Enginn veit hve ég hef elskað heitt,
í einverunni græt ég þig.

[m.a. á plötunni Vilhjálmur Vilhjálmsson – Manni]