Vornótt

Vornótt
(Lag / texti: erlent lag / Sigurður Ó. Pálsson)

Yfir sund og sveitir
svífur næturró,
dróttum draum veitir,
dottar fugl í mó,
létt um loftið bláa
líða gullin ský.
Vina sinna vorið
vitjar enn á ný.

Litlu bláu blóm,
björtu, gulu blóm
lokið krónu og ljúfan festið blund.
Sofið sætt og rótt,
sólin björt í nótt
vekur ykkur um óttustund.

[engar upplýsingar um útgáfu]