Labbaðu nú með mér

Labbaðu nú með mér
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Auðunn Bragi Sveinsson)

Labbaðu nú með mér í ljúfa kvöldsins blænum,
létt sér vagga öldurnar úti’ á bláa sænum.
Nú erum við frjáls, ó sú náð að vera ein,
og núna er vor ást svo undurhrein.

Í baksýn tindra ljósin í hárri skólahöllu.
Hugurinn er glaður og það er fyrir öllu.
Norðurljósin braga um háan himinveg.
Við höldum fram bæði, þú og ég.

Svo snúum við til baka, já bara’ á hægagangi.
Ballið er að hefjast, ég sveifla þér í fangi.
Gæfan okkar bíður og gleðin hefur völd.
Já, guðdómlegt mun verða þetta kvöld.

[óútgefið]