Sunnudagur
(Lag / texti: Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson)
Gullfiskur í glerbúri, gítar undir rúmi,
vekjarinn á hillunni er að verða tíu.
Sunnudagur svefndrukkinn, pabbi og mamma timbruð,
sonur þeirra á skálinni er að drepa tímann.
Æ sunnudagur,
bíltúr upp í sveit,
ævintýri ömmu eru löngu liðin undir lok.
Kisa frammi í eldhúsi, Lína inni‘ á baði,
Einbjörn er í heddfónum, Valdi í Morgunblaði.
Æ sunnudagur,
bíltrú niðrá höfn,
ævintýri ömmu eru löngu liðin undir lok.
[á plötunni Spilverk þjóðanna – Bráðabirgðabúgí]