Sunnudagur selstúlkunnar

Sunnudagur selstúlkunnar
(Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson)

Á dagsólar horfi ég hækkandi skeið,
að hámessu fer nú að líða.
Með kirkjufólks hópnum ljúf væri leið,
mig langar svo ákaft til tíða.
Þá sól yfir skarðið beint þarna ber,
svo blítt ljómar fjalls yfir dalinn.
Í kirkjuturni’ samhringt klukkunum er,
svo kveður við hljómur um dalinn.

[m.a. á plötunni Ólafur Magnússon frá Mosfelli – Ég lít í anda liðna tíð]