Hafið lokkar og laðar

Hafið lokkar og laðar
(Lag / texti: erlent lag / Jóhanna Erlingsson)

Einn ég stend við stýrið og vaki,
stjörnubjartur himinninn er.
Allt er hljótt og minn hugur sífellt fer,
heim til hennar sem kærust er mér.

Ó, hve hugljúft er hennar að minnast,
heitra faðmlaga og hamingju gnótt.
Eftirvænting um æðarnar seitlar,
ég sný áleiðis heim nú í nótt.

Viðlag
Því sem sjómaður sigli ég um hafið,
og af sjónum ég heim aftur sný.
Ég uni ekki lengi á landi
hafið lokkar og laðar á ný.

Ég veit að þú skilur mig vina,
ég verð að hlýða því kalli, er mér ber,
því hafið sífellt ólgar og niðar,
og ólgar líka í blóðinu á mér.

viðlag

[m.a. á plötunni Hafið lokkar og laðar – ýmsir]