Þarna fer ástin mín

Þarna fer ástin mín
(Lag / texti: erlent lag / Jóhanna Erlingsson)

Þarna fer hún, sem ég þrái, þarna fer ástin mín.
Ég heyri fótatak hljóma í næturhúmi,
og ég harma það, hve lánið reyndist valt.
Og hún hvíslar með klökkva í rómi,
ég kveð þig ástin mín nú fyrir fullt og allt.

Þarna fer dís minna drauma,
þarna fer hamingja mín.

Og ég minnist nú okkar liðnu daga,
og hve ástúðleg hún ávallt reyndist mér
og hryggð og kvöl mitt hjarta nagar,
hún er farin og með henni gæfan fer.

Þarna fer dís minna drauma,
þarna fer hamingja mín.

[m.a. á plötunni Ragnar Bjarnason – [ep]