Hjalað við strengi

Hjalað við strengi
(Lag og texti Kristinn Reyr Pétursson)

Ljóðið sem ég las þér forðum
lifir enn í huga mér,
ofið hjartans ást, er þráði
eilíft líf í faðmi þér.

Heitur koss og húm yfir sundum,
hamingja og seiðljúft vín,
lokkakrans í ljósgulu hári,
ljóð eitt var frá mér til þín.

Lifir enn þá ljóð, þótt falli,
lauf af trjánum undir haust,
lækki sól og lengjast nætur,
ljóstri niður þrumuraust.

Auðn og tóm og aldregi framar
unaður í faðmi þér,
yndislega ástin mín fagra
aðeins ljóð í huga mér.

[m.a. á plötunni Haukur Morthens – Með beztu kveðju]