Dansi dansi dúkkan mín

Dansi dansi dúkkan mín
(Lag / texti: erlent lag / Gunnar Egilson [eldri])

Dansi dansi dúkkan mín,
dæmalaust er stúlkan fín,
voða fallegt hrokkið hár,
hettan rauð og kjóllinn blár.

Svo er hún með silkiskó,
sokka hvíta eins og snjó.
Heldurðu ekki að hún sé fín?
Dansi dansi dúkkan mín.

Dansi dansi dúkkan mín,
dæmalaust er stúlkan fín.
Kanntu ekki Óla skans?
Ekki heldur stífudans?

Langar þig í galopað?
Líttu’ á hvernig ég fer að.
Dansi, dansi dúkkan mín,
dastu nú þarna, stelpan þín

[á fjölmörgum plötum, yfirleitt er aðeins fyrra erindið sungið]