Mamma [2]

Mamma [2]
(Lag / texti: Þórunn Franz / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Mamma, er ég sigli út á heimsins breiðu höf,
heiman fyrsta sinni er dýrmætust sú gjöf,
er gafst þú ungum syni, því gjöful var þín hönd,
gleðinnar og kærleikans mér þú sýndir lönd.

Aldrei gleymist eldurinn sem lifði,
ástkæra mamma, í arninum hjá þér.

Mamma, þá er fley mitt er á fjarlægustu slóð,
einn ég ætíð best veit þú varst mér ósköp góð.
Ég reyna vil í söng mínum að segja huga minn,
og senda hann með blænum heim í bæinn þinn.

Aldrei gleymist eldurinn sem lifði,
ástkæra mamma, í arninum hjá þér.

[m.a. á plötunni Ragnar Bjarnason – Ragnar Bjarnason syngur lög eftir Þorunni Franz]