Á fleytifullu tungli

Á fleytifullu tungli
(Lag / texti: Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson)

Á fleytifullu tungli ég fæddist snemma í maí
löngu eftir að flaug hann Gagarín
upp í loftið bláa, síðan ólst ég upp,
skorti hvorki járn og vítamín.

Ég var eins og flestir, fékk rauða hunda og kvef
og ekki pláss á barnaheimili.
Við fluttum tvisvar þrisvar og einu sinni til,
nú stefna pabbi og mamma að parhúsi.

Ég er einn af þeim sem eiga að erfa landið
ef eitthvað verður eftir handa mér
og þú þarft svo sem ekki að verða hissa
þó ekkert verði heldur handa þér.

Íslenskt uppeldi kenndi mér að gráta‘ ekki
og ekki að bjóða fram hinn vangann,
ég slapp við uppvaskið, fékk enga fræðslu um kynlífið,
tefldi fjöltefli við páfann.

Svo varð ég hluti af unglingavandamálinu,
byrjaði að drekka um fermingu
og alveg eins og obbinn, þá veit ég ekki hvað
ég á að gera af mér í lífinu.

Ég er einn af þeim sem eiga að erfa landið
ef eitthvað verður eftir handa mér
og þú þarft svo sem ekki að verða hissa
þó ekkert verði heldur handa þér.

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Bráðabirgðabúgí]