Helmut (1984-85)

Veturinn 1984-85 (á að giska) var starfrækt hljómsveit hugsanlega í Kópavogi sem bar heitið Helmut. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ari Einarsson gítarleikari, Skarphéðinn Þór Hjartarson hljómborðsleikari, Sigurður Halldórsson bassaleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Sveitin gæti hafa starfað innan Menntaskólans í Kópavogi en hún lék m.a. í hæfileikakeppni sem haldin var á skemmtistaðnum Safari um…

Kuml [2] (1995-97)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Kuml einhvers staðar á Austfjörðum veturinn 1995 til 1996, og hugsanlega fram til ársins 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þau Ari Einarsson gítarleikari, Bragi Þorsteinsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Margrét L. Þórarinsdóttir söngkona og Stefán Víðisson bassaleikari. Heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar og því er óskað eftir frekari upplýsingum um…

Fræbbblarnir (1978-83 / 1996-)

Hljómsveitin Fræbbblarnir er klárlega skýrasta andlit pönktímabilsins á Íslandi sem má segja að hafi staðið yfir um tveggja og hálfs árs skeið en pönkið sem að mestu var sótt til Bretlands hafði þá þegar liðið undir lok þar í landi þannig að Íslendingar fóru að mestu á mis við hið eiginlega breska pönk. Fræbbblarnir höfðu…

Fílabandið (1990)

Fílabandið var ekki starfandi hljómsveit heldur nokkrir tónlistarmenn sem kölluðu sig því nafni þegar þeir léku á plötunni Leikskólalögin sem Almenna bókafélagið gaf út á vínylplötu- og kassettuformi fyrir jólin 1990. Þetta voru þeir Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Stefán S. Stefánsson flautu-, saxófón-, hljómborðs- og slagverksleikari og Ari Einarsson gítarleikari en Sigurður Rúnar Jónsson upptökumaður kom…

Fermata [1] (1980-81)

Hljómsveit að nafni Fermata starfaði um og upp úr 1980 og var að líkindum djasstengd, alltént lék sveitin eitthvað opinberlega með slíkum sveitum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Einar Bragi Bragason saxófónleikari, Sigurður Jónsson saxófónleikari [?], Ari Einarsson gítarleikari [?], Birgir Baldursson trommuleikari og Hjörtur Howser hljómborðsleikari. Ekki mun hafa verið alveg föst skipan manna í…

Grumbl (1991)

Bræðingssveitin Grumbl kom fram á tónleikum tengdum djasshátíðinni Rúrek vorið 1991 en sveitin lék að mestu frumsamið efni. Sveitina skipuðu þeir Ari Einarsson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Pétur Einarsson slagverksleikari og Þórður Guðmundsson bassaleikari. Sveitin virðist aðeins hafa verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu.

Þúsund andlit (1991-95)

Hljómsveitin Þúsund andlit herjaði á sveitaböllin á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, átti þá nokkur lög á safnplötum og gaf út eina breiðskífu. Sveitin var reyndar fyrst sett saman fyrir Landslagskeppnina haustið 1991 en þá höfðu þeir Birgir Jón Birgisson hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari samið lög fyrir keppnina og fengið Sigrúnu Evu Ármannsdóttur…

Íslandsvinir (1990-92)

Hljómsveitin Íslandsvinir fór mikinn á ballstöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og keyrðu mjög á einsmellungnum Gamalt og gott, sem inniheldur m.a. textalínuna „Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt – eitthvað gamalt og gott“, sem menn kyrja reglulega ennþá gjarnan á fjórða eða fimmta glasi. Sveitin var að öllum…

F/8 (1980-81)

Hljómsveitin F/8 úr Kópavogi á nafn sitt að rekja til flokks 8 í Vinnuskóla Kópavogs sumarið 1980 en sveitin var stofnuð þegar vantaði tónlist í útvarpsþátt um vinnuskólana. Sveitin starfaði 1980 – 81 og innihélt þá Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara (Dr. Gunna) og Tryggva Þór Tryggvason söngvara (Fræbbblarnir) sem stofnuðu sveitina, aðrir meðlimir voru Björn…

Glerbrot (1991-92)

Hljómsveitin Glerbrot starfaði um eins árs tímabil og lék blúsrokk á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin kom fyrst fram vorið 1991 og spilaði nokkuð þá um sumarið. Meðlimir hennar voru þeir sömu og vori í blússveitinni Blúsbroti, þeir Vignir Daðason söngvari og munnhörpuleikari, Ari Daníelsson saxófónleikari, Ari Einarsson gítarleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og…

Svartur pipar (1991-94)

Svartur pipar var hljómsveit, líklegast stofnuð haustið 1991. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stofnmeðlimi hennar en Hermann Ólafsson (Lótus o.fl.) var fyrsti söngvari sveitarinnar. Sumarið 1992 gekk söngkonan Margrét Eir Hjartardóttir til liðs við sveitina en hún hafði unnið Söngkeppni framhaldsskólanna árið áður. Aðrir meðlimir hennar lengst af voru Gylfi Már Hilmisson slagverksleikari og söngvari, Ari…