Afmælisbörn 1. mars 2025

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður (1944-2022) átti afmæli á þessum degi. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu til styrktar…

Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar (1975 / 1983-2018)

Hljómsveitir í nafni Gunnars Þórðarsonar skipta líklega tugum, sú fyrsta var líkast til sett saman árið 1975 en frá árinu 1983 stjórnaði hann fjöldanum öllum af hljómsveitum sem léku í tónlistarsýningum á Broadway, Hótel Íslandi og miklu víðar. Upplýsingar um þessar sveitir eru mis aðgengilegar enda sáu þær mestmegnis um vandaðan undirleik á framangreindum sýningum…

Afmælisbörn 1. mars 2024

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður (1944-2022) átti afmæli á þessum degi. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu til styrktar…

Afmælisbörn 1. mars 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og níu ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…

Stælar [2] (1986-87)

Árin 1986 og 87 starfaði á höfuðborgarsvæðinu um skeið hljómsveit undir nafninu Stælar en hún lék einkum á dansleikjum í Glæsibæ og þess konar skemmtistöðum, ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort hún lék t.a.m. úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi…

Afmælisbörn 1. mars 2022

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og átta ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…

Íslenski kórinn í Lundi (1991-)

Blandaður kór skipaður Íslendingum hefur verið starfandi í Lundi í Svíþjóð síðan 1991, með litlum eða engum hléum. Það var sumarið 1991 sem kórinn var formlega stofnaður en hann hefur frá upphafi gengið undir nafninu Íslenski kórinn í Lundi, líklega hafði hann þó óformlega verið starfandi allt frá árinu 1983. Fjölmargir hafa stjórnað þessum kór…

Afmælisbörn 1. mars 2021

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…

Metal (1980-85)

Hljómsveitin Metal var starfrækt um fimm ára skeið á fyrri hluta níunda áratug síðustu aldar, þrátt fyrir nafnið lék sveitin ekki þungarokk heldur danstónlist fyrir alla aldurshópa. Metal var stofnuð snemma hausts 1980 og sögðust meðlimir sveitarinnar myndu leggja áherslu á kántrítónlist enda væru fáar þess konar sveitir hérlendis. Lítið virðist þó hafa farið fyrir…

Víkingasveitin [4] (2013-14)

Víkingasveitin var nafn á hljómsveit sem skipuð var Íslendingum í Svíþjóð, á árunum 2013 og 14 að minnsta kosti. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar munu hafa verið Ásgeir Guðjónsson, Haraldur Arason, Hermann Hannesson, Gústaf Lilliendahl og Tómas Tómasson, ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var.

Kennarabland MS (1993-94)

Kennarabland MS var hljómsveit nokkurra kennara innan Menntaskólans við Sund en hún starfaði 1993 og 94 og kom í nokkur skipti fram m.a. á kosningauppákomum R-listans fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar vorið 1994. Meðlimir Kennarablands MS voru Ársæll Másson gítarleikari (Bambínós o.fl.), Hákon Óskarsson trompet- og básúnuleikari, Þórður Jóhannesson gítarleikari og Þorgeir Rúnar Kjartansson saxófónleikari (Júpiters…

Opus [1] (1972-76 / 1982-83)

Hljómsveitin Opus var að nokkru leyti skyld annarri sveit, Opus 4 sem hafði starfað örfáum árum áður en hún hafði á að skipa sömu meðlimum að hluta, þeim Hirti Blöndal og Sævari Árnasyni. Opus var stofnuð 1972 og var nokkuð áberandi í fjölmiðlum þá um haustið þar sem hún lék á böllum sem tengdust Fegurðarsamkeppni…

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…

Misgengi (2005-09)

Hljómsveitin Misgengi var stofnuð haustið 2005 meðal kennara innan Menntaskólans við Sund, meðlimir voru Ásgeir Guðjónsson bassaleikari, Helgi Jónsson hljómborðsleikari, Friðgeir Grímsson söngvari, Ársæll Másson gítarleikari og Ari Agnarsson trommuleikari. Lóa Björk Ólafsdóttir söngkona bættist í hópinn snemma árs 2007. Sveitin hefur einkum spilað á árshátíðum og þess háttar samkomum. Hún var enn starfandi 2009…