Afmælisbörn 11. júní 2025

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar fimm: Jón Þór Hannesson framleiðandi fagnar áttatíu og eins árs afmæli í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar (um 1960-64 / 1998-2000)

Þorsteinn Eiríksson (oft kallaður Steini Krupa) var kunnur trommuleikari og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni. Á sínum yngri árum voru það danshljómsveitir sem hann stjórnaði en síðar léku sveitir hans aðallega djasstónlist. Elstu heimildir um hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar eru frá árinu 1956 en þá lék sveit hans síðla sumars á FÍH dansleik…

Afmælisbörn 11. júní 2024

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar þrjú: Jón Þór Hannesson framleiðandi fagnar stórafmæli en hann er áttræður í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar (1948-49 / 1952)

Eyþór Þorláksson gítarleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni á fimmta, sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, þær gengu undir ýmsum nöfnum s.s. Tríó Eyþórs Þorlákssonar (1953-62), Orion (1956-58) og Combó Eyþórs Þorlákssonar sem reyndar gekk einnig undir nafninu Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar um tíma (1959-66) en þær sveitir hafa allar sér umfjöllun á Glatkistunni. Eyþór…

Hljómsveit Einars Loga (1959-66)

Um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit að nafni Hljómsveit Einars Loga en sú sveit lék víða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, og var reyndar á tímabili fastagestur í hinum ýmsu klúbbum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fyrstu heimildir um hljómsveit Einars Loga eru frá því í mars árið 1959 en það er áður…

Hljómsveit Braga Einarssonar (1956-63)

Saxófón- og klarinettuleikarinn Bragi Einarsson starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem virðist þó ekki hafa starfað alveg samfleytt, og hugsanlega var hún misjafnlega mönnuð eftir tilefninu og hverjir væru tiltækir hverju sinni. Sveit Braga virðist fyrst leika á dansleik í Félagsgarði í Kjós ásamt Leiksystrum (söngdúett) en á næstum árum er…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Sveiflusextettinn (1990-92)

Sveiflusextettinn svokallaði mun hafa verið settur á laggirnar til að leika á norrænni djasshátíð Ríkisútvarpsins, RÚREK vorið 1990 en sveitin kom þar fram í fyrsta sinn. Meðlimir Sveiflukvartettsins voru þeir Hrafn Pálsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari, Guðmundur Steinsson trommuleikari, Bragi Einarsson klarinettu- og saxófónleikari, Guðjón Einarsson básúnuleikari og Kristján Kjartansson trompetleikari. Sveitinni þótti takast það…

Big band FBM (1990)

Big band FBM (félags bókagerðarmanna) var skammlíf sveit, líklega sett saman fyrir eina samkomu vorið 1990. Sveitin lék þá undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar, en meðal meðlima hennar auk Magnúsar sem lék á píanó má nefna Guðmund Steinsson trommuleikara og Braga Einarsson klarinettuleikara. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri liðsmenn Big band FBM.

Trad kompaníið (1978-84)

Trad kompaníið (Traditional kompaníið) var hljómsveit áhugamanna um djasstónlist sem kom reglulega saman og spilaði dixieland tónlist. Sveitin kom einkum fram fram á sjúkrastofnunum, skólum og þess háttar stöðum en spilaði einnig stundum á hefðbundnari tónleikastöðum. Einnig var gerður hálftíma tónlistarþáttur um sveitina sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 1981. Meðlimir Trad kompanísins voru Kristján Magnússon…

Hljómsveit Þórarins Óskarssonar (1950-89)

Básúnuleikarinn Þórarinn Óskarsson starfrækti fjölda hljómsveita um ævi sína en þær störfuðu á tímabili sem spannar um fjóra áratugi – þó með mörgum og mislöngum hléum. Fyrsta sveit Þórarins, Þ.Ó. kvintettinn (eða ÞÓ kvintett) starfaði í byrjun sjötta áratugarins en var stofnuð sumarið 1950, meðlimir hennar í upphafi voru líklega auk Þórarins sjálfs þeir Guðni…

Eftirlitið (1988-91)

Hljómsveitin Eftirlitið starfaði í kringum 1990, hugði á plötuútgáfu og stóra drauma en varð lítið ágengt þótt henni auðnaðist að koma út lögum á safnplötum. Eftirlitið var stofnað snemma árs 1988 af þeim Davíð Frey Traustasyni söngvara og gítarleikara (sem hafði verið söngvari Rauðra flata), Gunnari Hilmarssyni bassaleikara, Einar Val Scheving trommuleikara og Braga Einarssyni…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…

J.J. Quintet (1959-73)

Hljómsveit Jóns Erlings Jónssonar, J.J. Quintet/t (stundum einnig sextett þegar við átti) starfaði í á annan áratug og var meðal fremstu danshljómsveit landsins, m.a. mitt í þeim tónlistarhrærigraut sem sjöundi áratugurinn bauð upp á. Ýmsir söngvarar áttu eftir að koma við sögu sveitarinnar eins og venja var á þessum árum, og var hún iðulega kennd…