Haraldur Sigurðsson [2] (1942-)

Flestir þekkja nafn Haraldar Sigurðsson, Halla – sem helminginn af tvíeykinu Halli og Laddi og einnig sem einn þremenninganna í HLH-flokknum, hann var í þeim í eins konar „skuggahlutverkum“ og sjaldnast í aðal sviðsljósinu en þegar grannt er skoðað á Halli býsna merkilegan og vanmetinn söng- og skemmtikraftaferil sem á skilið miklu meiri athygli en…

Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Strumparnir [1] (1979-)

Allir þekkja strumpana smávöxnu en þeir hafa glatt unga sem aldna í áratugi hvort sem er í formi myndasagna, teiknimynda, bíómynda, tónlistar eða páskaeggjum og öðru sælgæti. Hér á landi hafa komið út nokkrar plötur með söng þessara belgísk-ættuðu bláu skógarvera. Strumparnir (The Smurfs) eru runnir undan rifjum belgíska teiknarans Peyo sem skóp þá upphaflega…

Jónsbörn [1] (1971-73)

Hljómsveitin Jónsbörn starfaði á árunum 1971-73, líklega á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega með hléum. Jónsbörn léku á skemmtistöðum bæjarins og gætu auk tónlistarflutnings hafa staðið einnig fyrir öðruvísi uppákomum á skemmtunum sínum. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sveitina en Arnþór Jónsson (Addi rokk) var þó hljómsveitarstjóri og Dr. Gunni segir í Rokksögu sinni að…

Faxar (1966-69)

Faxar voru í raun fyrsta meikhljómsveit Íslands, hún spilaði víða um Noreg og Svíþjóð og gerði það ágætt þótt ekki liggi neitt markvert á plasti með þeim nema undirleikur á lítilli plötu með bandaríska söngvaranum Al Bishop (1926-97). Mörgum þætti það þó gott. Sögu Faxa má skipta í tvennt, jafnvel að um tvær sveitir sé…

Glámur og Skrámur (1971-)

Þeir félagar Glámur og Skrámur eru vel kunnir fyrir framlag sitt í íslenskri leikbrúðusögu en þeir, og einkum Skrámur heyrast í útvarpi fyrir hver jól. Saga þeirra Gláms og Skráms nær aftur til 1970 þótt þeir hafi ekki birst landsmönnum fyrr en snemma árs 1971, forsagan var sú að Andrés Indriðason hafði skrifað nokkra leikþætti…

Halli og Laddi – Efni á plötum

Halli, Laddi og Gísli Rúnar – Látum sem ekkert C Útgefandi: Ýmir / Arpa Útgáfunúmer: Ýmir 002 / PAR CD 1003 Ár: 1976 / 1998 1. Látum sem ekkert C, gefum ýmislegt í skyn en tökum því heldur fálega ha ha ha 2. Túri klúri eða Arthúr J. Sívertsen hinn dónalegi 3. Sveinbjörn Briem (hjónadj.)…

HLH flokkurinn [1] (1978-89)

HLH-flokkurinn (stofnaður sumarið 1978) samanstóð af þeim bræðrum Halla og Ladda (Haraldi og Þórhalli Sigurðssonum), auk Björgvins (Helga) Halldórssonar en nafn flokksins var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga. HLH var söngflokkur undir áhrifum frá sjötta áratug 20. aldarinnar og lengst af mun ekki hafa verið fastráðin hljómsveit með þeim þegar þeir komu fram opinberlega, heldur…