Afmælisbörn 12. ágúst 2025

Glatkistan hefur fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Hryntríóið (1967-69)

Þjóðlagasveit starfaði um tveggja ára skeið við lok sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Hryntríóið eða Hryntríó. Tríóið var skipað ungu tónlistarfólki sem síðar átti eftir að verða þekkt á tónlistarsviðinu en það voru þau Jón Stefánsson síðar kórstjóri og organisti, Ólöf Kolbrún Harðarsdóttir síðar óperusöngkona (og eiginkona Jóns) og Helgi E. Kristjánsson en hann…

Hljómsveit Grettis Björnssonar (1949-2005)

Harmonikkuleikarinn Grettir Björnsson starfrækti nokkrar hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum en upplýsingar um þær eru almennt mjög takmarkaðar. Fyrsta sveitin sem Grettir rak var tríó sem starfaði á árunum 1949 og 50, sú sveit lék m.a. á Keflavíkurflugvelli en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum. Næsta…

Hljómsveit Sveins Sigurjónssonar (2004-18)

Harmonikkuleikarinn Sveinn Sigurjónsson starfrækti harmonikkuhljómsveit í eigin nafni frá því snemma á þessari öld og allt til 2018. Fyrst eru heimildir um sveit hans frá árinu 2004 en sú lék á dansleik í Glæsibæ á vegum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, og næstu árin á eftir lék sveitin töluvert á höfuðborgarsvæðinu s.s. í Breiðfirðingabúð og Glæsibæ…

Hljómsveit Ólafs Gauks (1954-65 / 1970-2002)

Gítarleikarinn Ólafur Gaukur Þórhallsson starfrækti hljómsveitir svo að segja samfleytt frá því um 1950 og allt til 1985 en þó þeim mun lengur séu allar hans sveitir með taldar. Hans fyrsta sveit var Tríó Ólafs Gauks sem er fjallað um í sér umfjöllun annars staðar á Glatkistunni en sú sveit hafði verið stofnuð 1948, hún…

Afmælisbörn 12. ágúst 2024

Glatkistan hefur fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Hljómsveit Gunnars Kvaran [2] (2008-12)

Harmonikkuleikarinn Gunnar Kvaran starfrækti hljómsveit innan harmonikkusamfélagsins og lék sveit hans oftsinnis á uppákomum tengdum Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík á árunum 2008 til 2012, og líklega lengur án þess þó að heimildir liggi fyrir um það. Árið 2011 skipuðu þeir Helgi E. Kristjánsson gítar- og bassaleikari, Hreinn Vilhjálmsson harmonikkuleikari, Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Reynir Jónasson…

Hljómsveit Árna Elfar (1958-64 / 1981-85)

Píanistinn og myndlistarmaðurinn Árni Elfar starfrækti nokkrar hljómsveitir á starfsævi sinni, hann hafði t.a.m. verið með tríó sem starfaði á árunum 1952-53 en árið 1958 stofnaði hann danshljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á skemmtistöðum Reykjavíkur undir nafninu Hljómsveit Árna Elfar og var þá á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Tildrög þess að Hljómsveit Árna…

Helgi E. Kristjánsson (1946-2016)

Tónlistarmaðurinn Helgi E. Kristjánsson var einn þeirra sem kom að flestum hliðum tónlistarmarkaðarins, hann var fyrst og fremst hljóðfæraleikari en fékkst við laga- og textasmíðar, útsetningar, upptökur, útgáfu, tónlistarkennslu, skólastjórnun, kórstjórnun og hvaðeina sem snýr að tónlistarflutningi. Helgi var vel þekktur meðal tónlistarfólks en líklega minna þekktur meðal almennings þrátt fyrir að leika með fjölda…

Afmælisbörn 12. ágúst 2023

Glatkistan hefur fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Sýslumennirnir (1999-2006)

Um nokkurra ára skeið í kringum og upp úr síðustu aldamótum var starfrækt dixielandhljómsveit í Árnessýslu undir nafninu Sýslumennirnir en sveitin starfaði með hléum á árunum 1999 til 2006 (að minnsta kosti). Það mun hafa verið Skúli Thoroddsen sem hafði frumkvæði að því að stofna hljómsveitina en hann var sópran saxófónleikari hennar, aðrir Sýslumenn voru…

Afmælisbörn 12. ágúst 2022

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 12. ágúst 2021

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Sextett Ólafs Gauks (1965-71)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur Þórhallsson rak hljómsveitir í eigin nafni um lengri og skemmri tíma nánast allan sinn starfsferil, allt frá því fyrir 1950 og fram á þessa öld, þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa Sextett Ólafs Gauks sem starfaði á árunum 1965 til 1971 og gaf þá út fjölda laga sem nutu mikilla vinsælda.…

Afmælisbörn 12. ágúst 2020

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Gull í mund (1996)

Erfitt er að finna heimildir um hljómsveit sem virðist hafa gengið undir nafninu Gull í mund, hugsanlega var ekki um starfandi hljómsveit að ræða heldur band sem sett var saman einungis til að leika lagið Þú lætur mig loga, flutt af Sigurði Höskuldssyni á safnplötunni Lagasafnið No. 5 – Anno 1996. Með Sigurði (sem syngur…

Musica nostra (1977-80)

Musica nostra var hljómsveit sem lék eins konar frumsamið þjóðlaga- eða vísnapopp en sveitin starfaði á árunum 1977 til 80. Sveitin mun hafa verið stofnuð 1977 en upphafið má rekja til þess að Guðmundur Árnason gítarleikari og Gísli Helgason flautuleikari hófu að spila saman og svo bættust þeir Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Árni Áskelsson…

Afmælisbörn 12. ágúst 2019

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Band míns föður (1995-96)

Hljómsveitin Band míns föður var upphaflega ekki hugsuð til að koma fram opinberlega utan leiksýninga en sveitin var hluti af sýningunni Land míns föður sem Leikfélag Selfoss setti á svið veturinn 1995-96. Meðlimir hennar voru Gunnar Jónsson trommuleikari, Smári Kristjánsson bassaleikari, Helgi E. Kristjánsson gítarleikari, Jón Gunnar Þórhallsson trompetleikari, Eyþór Frímannsson básúnu- og trompetleikari og…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Kammerjazzsveitin (1977)

Kammerjazzsveitin starfaði 1977, þá tók hún upp efni í útvarpssal Ríkisútvarpsins en það efni var að einhverju leyti notað á plötunni Jazz í 30 ár, sem gefin var út Gunnari Ormslev til heiðurs. Meðlimir sveitarinnar voru Viðar Alfreðsson trompetleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristánsson kontrabassaleikari og svo Gunnar Ormslev sjálfur…

Rjúkandi (1991-)

Rjúkandi er sönghópur eða kór frá Ólafsvík sem var nokkuð áberandi um tíma en hefur farið minna fyrir hin síðustu ár. Helgi E. Kristjánsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Ólafsvík hafði forgöngu um stofnun kórsins vorið 1991 en hópurinn samanstóð af sjómönnum úr Ólafsvík, um fimmtán manns. Meðan Helgi starfaði vestanlands var Rjúkandi nokkuð virkur og…

Musica Quadro (1979)

Djassband starfandi 1979, meðlimir voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Alfreð Alfreðsson trommuleikari. Til er upptaka með sveitinni sem gefin var út á plötunni Jazz í 30 ár.