Söngfélag Framtíðarinnar [2] (1931-32)

Söngfélag Framtíðarinnar var starfrækt veturinn 1931-32 innan góðtemplarastúkunnar Framtíðarinnar (nr. 173) sem líklega var í Mosfellssveitinni. Um var að ræða tuttugu manna blandaðan [?] kór en uppistaða hans mun síðan hafa myndað söngflokk IOGT sem hlaut síðar nafnið Templarakórinn, stofnaður 1932. Engar upplýsingar er að finna um stjórnanda Söngfélags Framtíðarinnar.

Stúlknakór Varmárskóla [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur kór við Varmárskóla í Mosfellssveit undir nafninu Stúlknakór Varmárskóla. Þessi kór varð ekki langlífur, starfaði e.t.v. bara um haustið 1970 undir stjórn Gunnars Reynis Sveinssonar tónskálds og ekki liggja fyrir neinar frekari heimildir um hann. Óskað er eftir nánari upplýsingum um Stúlknakór Varmárskóla.

Sextett Bigga Haralds (1981)

Sextett Bigga Haralds var eins konar ballhljómsveit starfandi sumarið 1981 í Mosfellssveit og mun hafa verið hliðarverkefni við hljómsveitina Pass sem sömu meðlimir starfræktu um svipað leyti, stofnuð upp úr hljómsveitinni Partý. Kjarni sveitarinnar var sá hinn sami og síðar skipaði Gildruna, þeir Birgir Haraldsson söngvari (sem sveitin er einmitt kennd við), Karl Tómasson trommuleikari…

Cosinus (1979-81)

Hljómsveitin Cosinus var skipuð meðlimum á unglingsaldri en hún starfaði í kringum 1980 í Mosfellssveitinni. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1979 og starfaði hún fram að vori 1981 þegar ný sveit, Sextett Bigga Haralds var stofnuð upp úr henni. Meðlimir Cosinus munu hafa verið sex talsins, Karl Tómasson trommuleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari, Hjalti Árnason…

Gildran (1985-2013)

Rokkhljómsveitin Gildran starfaði í áratugi í Mosfellsbænum / Mosfellssveitinni og var lengi órjúfanlegur hluti af  menningarlífi bæjarins. Sveitin sendi frá sér fjölda platna, náði um tíma allnokkrum vinsældum en þó aldrei nægum til að teljast meðal allra stærstu böndum landsins, þrautseigja er hugtak sem nokkrir blaðamenn notuðu um sveitina en mörgum þótti með ólíkindum hversu…

Melchior (1973-80 / 2006-)

Saga hljómsveitarinnar Melchior skiptist í tvö tímabil, annars vegar er um að ræða Melchior áttunda áratugarins þegar nokkrir vinir úr menntaskóla stofnuðu hljómsveit sem starfaði í sjö ár og sendi frá sér tvær breiðskífur og eina smáskífu, hins vegar Melchior tuttugustu og fyrstu aldarinnar þar sem sami mannskapur að mestu leyti er orðinn ríflega aldarfjórðungi…

Venus [3] (1977)

Hljómsveitin Venus starfaði í Mosfellssveit árið 1977 en hún var skipuð tónlistarmönnum á grunnskólaaldri og spilaði sveitin m.a. á skólaböllum, tveir þeirra áttu síðar eftir að koma við sögu Gildrunnar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Tómasson trommuleikari, Hafþór Hafsteinsson orgelleikari, Þórhallur Árnason gítarleikari og Erlendur Örn Fjeldsted Sturluson bassaleikari.

Big band Birgis Sveinssonar (1983)

Árið 1983 var starfandi hljómsveit undir nafninu Big band Birgis Sveinsonar og hefur sú sveit án nokkurs vafa verið angi af Lúðrasveit Mosfellssveitar sem Birgir stjórnaði. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast.

Barnakór Varmárskóla (1979-)

Barnakór Varmárskóla (sem hin síðari ár hefur oftar gengið undir nafninu Skólakór Varmárskóla) hefur starfað við Varmárskóla í Mosfellsbæ (áður Mosfellssveit) síðan 1979, alla tíð undir stjórn sama manns. Kórinn var stofnaður 1979 og hefur síðan verið hluti af fjölbreyttu og öflugu kórastarfi í Mosfellsbæ en hvergi er að finna fleiri kóra miðað við mannfjölda.…

Partý (1979)

Hljómsveitin Partý starfaði í Mosfellsbæ (þá Mosfellssveit) 1979 og var skipuð ungum tónlistarmönnum sem sumir áttu eftir að auðga tónlistarlíf bæjarins. Meðlimir Partýs voru bræðurnir Hjalti Úrsus Árnason hljómborðsleikari (og síðar kraftajötunn) og Þórhallur Árnason bassaleikari, Hákon Möller gítarleikari, Einar S. Ólafsson söngvari (oft kenndur við lagið Þú vilt ganga þinn veg), Karl Tómasson trommuleikari…

Kátar systur (1967-68)

Söngkvartettinn Kátar systur starfaði í Mosfellssveitinni um tveggja ára skeið 1967-68 og sungu einkum á skemmtunum á heimaslóðum. Um var að ræða fjórar stúlkur úr kirkjukór Lágafellssóknar, þær Hrefna Magnúsdóttir, Ólöf Gísladóttir, Úlfhildur Geirsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) en sú síðast talda lék gjarnan á gítar undir söng þeirra.

Drengjalúðrasveit Mosfellssveitar (1963-76)

Drengjalúðrasveit Mosfellssveitar starfaði um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þar til hún varð að Skólahljómsveit Mosfellssveitar. Það var Birgir D. Sveinsson sem stofnaði lúðrasveitinni og stýrði henni þar til yfir lauk, hún var að minnsta kosti í upphafi starfandi í barnaskólanum og gekk einnig undir nafninu Drengjalúðrasveit Barnaskóla Mosfellshrepps. Nafni sveitarinnar var…