Hljómsveit Ólafs Kristjánssonar (2006)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Ólafs Kristjánssonar sem starfaði árið 2006, líklega innan Harmonikufélags Reykjavíkur. Sveitin mun hafa verið tríó en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit s.s. hversu lengi hún starfaði eða hverjir skipuðu hana með Ólafi.

Hljómsveit Erichs Hübner (1957-62)

Trommuleikarinn Erich Hübner (Erik Hubner) starfrækti hljómsveit í eigin nafni eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1952 frá Ísafirði en ekki er ljóst hvenær sú sveit tók til starfa. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1957 til 1962 en hún gæti hafa verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru árið 1957 þeir…

Sóldögg (1994-)

Hljómsveitin Sóldögg var með þekktustu ballhljómsveitum Íslands um aldamót og telst til aldamótahljómsveitanna svonefndu. Sveitin sendi frá sér ógrynni vinsælla laga á sínum tíma, var alveg við toppinn en náði þangað þó aldrei alveg og má e.t.v. um kenna að hún markaði sér aldrei hreina stefnu, var á mörkum þess að vera hreinræktuð sveitaballapoppsveit annars…

Galíleó (1989-95)

Hljómsveitin Galíleó var nokkuð áberandi á ballmarkaðnum í kringum 1990, sendi frá sér nokkur lög á safnplötum en lognaðist svo útaf án frekari afreka, tíð mannaskipti einkenndu sveitina. Galíleó var stofnuð haustið 1989 og hóf að leika opinberlega fljótlega upp úr áramótum 1989-90. Meðlimir voru í upphafi þeir Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rafn Jónsson trommuleikari, Jósep…

Villta vestrið [1] (2000)

Hljómsveitin Villta vestrið starfaði í nokkra mánuði á fyrri hluta ársins 2000. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Matthías Stefánsson [fiðluleikari?], Ólafur [Kristjánsson?] [bassaleikari?], Helgi Víkingsson [trommuleikari?] og Arnar Freyr [Gunnarsson?] [söngvari? og gítarleikari?]. Þessi sveit spilaði að öllum líkindum kántrítónlist. Allar staðfestingar og frekari upplýsingar um sveitina má senda Glatkistunni.

Hljómsveit Villa Valla (1950-2014)

Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) rakari á Ísafirði starfrækti fjölda hljómsveita frá því um miðja síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar, og skipta meðspilarar hans tugum í þeim sveitum. Sveitir Villa Valla hafa verið allt frá tríóum og upp í sjö manna bönd en oftast var um kvartetta að ræða, ekki er…

Brak [3] (2002-07)

Dúettinn Brak vakti nokkra athygli árið 2004 þegar hann gaf út tólf laga plötu en lítið fór fyrir sveitinni eftir það. Þeir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson höfðu starfað saman að tónlist um langan tíma en létu verða að því að taka upp plötu árið 2002 og sáu þeir mestmegnis um þá vinnu sjálfir. Sú…

Tríó Ólafs Kristjánssonar (1980 / 2000)

Ólafur Kristjánsson (Óli Kitt) starfrækti tvívegis tríó í Bolungarvík, annars vegar árið 1980 og hins vegar um tveimur áratugum síðar en síðarnefnda útgáfan sendi frá sér plötu. Engar upplýsingar er að finna um tríó það sem Ólafur rak í eigin nafni árið 1980 og hugsanlega starfaði sú sveit í einhvern tíma. Allar upplýsingar um það…

Karlakórinn Ægir [3] (1979-87)

Karlakórinn Ægir hinn síðari í Bolungarvík, starfaði á árunum frá 1979 og líkast til allt til 1987, síðustu árin hafði hann sameinast Karlakór Ísafjarðar en starfaði jafnframt sem sjálfstæð eining. Kórarnir tveir mynduðu síðar ásamt Karlakór Þingeyrar, Karlakórinn Erni sem enn lifir góðu lífi á Vestfjörðum. Ægir var stofnaður 1979 og fékk sama nafn og…

Ber að ofan (1987-91)

Hljómsveitin Ber að ofan (stundum ranglega nefnd Berir að ofan) var sex manna reykvísk sveit sem í upphafi var tríó stofnað árið 1987 í Árbæjarskóla. Sveitin var starfandi 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ágúst Orri Sveinsson trommuleikari, Agnar Már Magnússon hljómborðsleikari, Karl Jóhann Bridde söngvari, Óttar Guðnason bassaleikari,…

Egon (1955-67)

Hljómsveitin Egon (stundum nefnd Egon kvintett og síðar Egon og Eyþór) lífgaði upp á tónlistarlífið í Stykkishólmi um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var stofnuð 1955, meðlimir hennar höfðu allir fengið tónlistargrunn sinn úr Lúðrasveit Stykkishólms, og lék hún á dansleikjum, aðallega á Vesturlandi, framundir lok áratugarins. Sú útgáfa sveitarinnar var…