Hrókar alls fagnaðar [2] (2007)

Sumarið 2007 starfaði hljómsveit undir merkjum Listahóps Seltjarnarness undir nafninu Hrókar alls fagnaðar, sveitin tróð upp við ýmis tækifæri þetta sumar s.s. fyrir gesti sundlaugarinnar á Seltjarnarnesi, fyrir aldraða og víðar. Meðlimir Hróks alls fagnaðar voru þau Kjartan Ottósson gítarleikari, Gunnar Gunnsteinsson bassaleikari [og söngvari?], Ragnar Árni Ágústsson hljómborðsleikari, Jason Egilsson trommuleikari, Lárus Guðjónsson [?],…

Hljóðlæti (2003-04)

Hljómsveitin Hljóðlæti (einnig ritað HljóðLæti) af Seltjarnarnesi var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2004 en sveitin hafði þá verið starfandi í ár að minnsta kosti á undan og spilað eitthvað opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru Jón Gunnar Ásbjörnsson gítarleikari, Svavar Þórólfsson gítarleikari, Magnús Ingi Sveinbjörnsson trommuleikari, Guðmundur Gunnlaugsson bassaleikari og Haukur Hólmsteinsson söngvari. Hljóðlæti komust ekki…

Söngfélagið Svanur [1] (1874-98)

Söngfélagið Svanur eða Söngfélag Seltjarnarneshrepps var með fyrstu starfandi söngkórum hér á landi en margt er á huldu varðandi sögu þess og er þessi umfjöllun nokkuð lituð af því. Guðmundur Einarsson þáverandi söngkennari á Seltjarnarnesi stofnaði söngfélagið 1874 eða 75 en hann var stjórnandi þess fyrstu árin og æfði kórinn þá í barnaskólanum í Mýrarhúsum.…

Stjúpmæður [2] (2016-17)

Hljómsveitin Stjúpmæður starfaði á Seltjarnarnesi að minnsta kosti um tveggja ára skeið og var skipuð stúlkum sem voru þá við nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Meðlimir Stjúpmæðra voru þær Júlía Gunnarsdóttir söngkona, Stefanía Helga Sigurðardóttir gítarleikari, Þóra Birgit Bernódusdóttir bassaleikari og Melkorka Gunborg Briansdóttir hljómborðsleikari, eins gæti Harpa Óskardóttir og jafnvel fleiri hafa verið viðloðandi…

Simbad (?)

Glatkistan óskar eftir hljómsveit sem líkast til starfaði á Seltjarnarnesinu undir nafninu Simbad, hugsanlega um síðustu aldamót. Sigurður G. [?] og Árni Benedikt Árnason munu hafa verið meðal meðlima þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana og því óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.  

Gaulverjar (1979)

Hljómsveitin Gaulverjar starfaði innan Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1979 en þá lék sveitin m.a. á Listahátíð barnanna sem haldin var um það leyti. Meðlimir Gaulverja voru þeir Jón Gústafsson [?], Kristinn Þórisson [?], Þorsteinn Jónsson [?] og Halldór Halldórsson bassaleikari en upplýsingar vantar um fimmta meðlim hljómsveitarinnar. Þeir Jón, Kristinn og Þorsteinn störfuðu einnig saman…

Möl [1] (1997)

Hljómsveitin Möl keppti vorið 1997 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar sem var af Seltjarnarnesinu voru þeir Jón Davíð Ásgeirsson gítarleikari, Sverrir Örn Arnarson trommuleikari, Sævaldur Harðarson söngvari og gítarleikari og Ágúst Bogason trommuleikari. Sveitin sem lék einhvers konar sýrukennt rokk, komst ekki áfram í úrslitin og virðist ekki hafa starfað lengi.

Barnakór Mýrarhúsaskóla [2] (1976-2010)

Blómlegt barnakórastarf var í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi lengi vel á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Barnakór Mýrarhúsaskóla var líklega stofnaður haustið 1976 og var Hlín Torfadóttir stjórnandi hans lengi vel, undir hennar stjórn söng kórinn á plötunni ABCD sem Sigríður Ella Magnúsdóttir hafði yfirumsjón með ásamt Garðari Cortes og gefin var út í tilefni…

Barnakór Seltjarnarneskirkju (1980-2012)

Barnakór starfaði á Seltjarnarnesi með hléum frá 1980 til 2012 og jafnvel lengur. Fyrsta áratuginn gekk kórinn undir nafninu Barnakór Seltjarnarness en þegar Seltjarnarneskirkja var vígð 1989 virðist sem starfsemin hafi færst inn í kirkjuna. Engar upplýsingar er að finna um stjórnendur kórsins frá 1980 til 90 en árið 1993 var Sesselja Guðmundsdóttir kórstjóri. Fljótlega…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [1] (1968-69)

Barnakór var starfandi við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1969 en engar upplýsingar finnast um það kórastarf nema að Margrét Dannheim var stjórnandi kórsins, líklega hafði kórinn verið starfandi um veturinn. Allar frekari upplýsingar um þennan barnakór eru vel þegnar.

Daisy hill puppy farm (1985-91)

Saga tríósins Daisy hill puppy farm spannar tæplega sex ár en líftími sveitarinnar var þó í raun nokkuð skemmri. Daisy hill puppy farm var stofnuð 1985 á Seltjarnarnesi en var framan af nafnlaust tríó þeirra Jóhanns Jóhannssonar söngvara og gítarleikara, Stefáns Bersa Marteinssonar bassaleikari og Ólafs Gísla Gíslasonar trommuleikara. Það var þó ekki fyrr en…

Radíus [2] (2004-05)

Hljómsveitin Radíus var starfandi um tíma á Seltjarnarnesi. Sveitin var líklega stofnuð árið 2004 og var skipuð þeim Jóhannesi Hilmarssyni söngvara, Herði Bjarkasyni trommuleikara, Árna Benedikt Árnasyni gítarleikara, Magnúsi Pétri [?] gítarleikara og Sigurði G [?] bassaleikara. Radíus hætti störfum 2005.

The Voice (1984-86)

Hljómsveitin The Voice var stofnuð 1984 á Seltjarnarnesi. Sveitin vakti fljótlega nokkra athygli og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985. Hún komst ekki í úrslit keppninnar en þá var sveitin skipuð fimmmenningunum Davíð Traustasyni söngvara, Einari Á. Ármannssyni trommuleikara, Jóhanni Álfþórssyni hljómborðsleikara, Gunnari Eiríkssyni gítarleikara og Össuri Hafþórssyni bassaleikara. Um sumarið spilaði sveitin nokkuð opinberlega,…