Fjórir jafnfljótir (1957-60)

Forsaga hljómsveitarinnar Fjögurra jafnfljótra er sú að Skapti Ólafsson trommuleikari hafði stofnað hljómsveit sem lengi gekk ekki undir neinu nafni og þegar Freymóður Jóhannesson réði hana til að leika á böllum í Gúttó (1957), skírði hann sveitina og kallaði hana Fjóra jafnfljóta. Sagan segir reyndar að gárungarnir hafi kallað sveitina Fjóra jafnljóta. Ekki liggja fyrir…

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…

Hljómsveit Skapta Ólafssonar (1955-60)

Skapti Ólafsson söngvari starfrækti eigin sveit 1955– 60, Hljómsveit Skapta Ólafssonar en hún var einnig nefnd Fjórir jafnfljótir, það nafn var komið frá Freymóði Jóhannessyni sem réði sveitina til að spila í Gúttó 1957. Stjórnandi sveitarinnar, Skapti Ólafsson var trommuleikari hennar og söngvari og ýmsir söngvarar sungu með henni um lengri og skemmri tíma, þeirra…

Siggi Johnny (1940-2016)

Sigurður (Siggi) Johnny Þórðarson, dansk-íslenskur söngvari telst vera einn fyrsti rokksöngvari Íslands, engar plötur komu þó út með söng hans fyrr en 1984 og má rekja það til sterks dansks framburðar hans á yngri árum. Blómatími Sigurðar Johnny var klárlega síðari hluti sjötta áratugar tuttugustu aldarinnar og fyrri hluti þess sjöunda en það var um…

Skuggasveinar [1] (1963-64)

Skuggasveinar hinir fyrstu var hljómsveit í anda The Shadows, um var að ræða sveit sem lagði áherslu á gítarlaglínur en einnig sungu gestasöngvarar með henni eins og títt var um hljómsveitir þess tíma. Sveitin starfaði á árunum 1963-64 eða rétt áður en The Beatles komu á sjónarsviðið með látum og kollvörpuðu öllum hugmyndum manna um…