Band eight (1986)

Band eight (eða Band 8) var átta manna hljómsveit og innihélt meðlimi sem allir voru í 8. bekk í grunnskólanum á Siglufirði um miðjan níunda áratug 20. aldar. Nafn sveitarinnar hafði auk tölunnar 8, að geyma skírskotun til Band-aid tónleikanna sem haldnir voru 1985. Lítið er vitað um sveitina en hún hafði m.a. Að geyma…

Ecco [1] (fyrir 1970)

Á sjöunda áratugnum var bítlahljómsveit starfandi á Siglufirði undir nafninu Ecco. Heimildir eru fyrir því að gítarleikarinn Gestur Guðnason (Eik, Tatarar o.fl.) hafi verið í þessari sveit á yngri árum, einnig eru nefnd nöfnin Elías [?], Gestur Þ. [?] og Ingvar [?] en engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þá eða hljóðfæraskipan sveitarinnar aðrar. Óskað…

Enterprise (1966-70)

Á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfandi hljómsveit á Siglufirði sem bar heitið Enterprise. Sveitin var stofnsett 1966 eða 67 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Björn Birgisson og Jóhann Skarphéðinsson [bassaleikari?]. Guðmundur Ingólfsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson komu svo í stað þeirra Kristjáns (Haukssonar) og…

Frum [1] (1971-74)

Siglfirska hljómsveitin Frum starfaði um ríflega tveggja ára skeið á árunum 1971-74 en hana stofnuðu Guðni Sveinsson, Birgir A. Ingimarsson trommuleikari, Viðar Böðvarsson[?] bassaleikari og Guðmundur Ingólfsson haustið 1973. Þeir Guðni og Guðmundur gætu hafa verið gítarleikarar. Leó Reynir Ólason orgelleikari, bættist snemma í hópinn og þegar Viðar bassaleikari hætti í sveitinni flutti hann sig…

Pakistan (1985-86)

Pönksveitin Pakistan starfaði á Siglufirði um miðjan níunda áratug síðustu aldar, 1985 og 86. Meðlimir sveitarinnar voru Þórhallur Gauti Sigurðsson gítarleikari, Magnús Benónýsson bassleikari og Keli [?] trommuleikari.

Tríó Jakobs Lárussonar (1937)

Um Tríó Jakobs Lárussonar er lítið að finna, ein heimild segir sveitina hafa gengið undir nafninu Konkúrrantarnir en sveitin mun hafa starfað á Siglufirði 1937, væntanlega í tengslum við fjölskrúðugt mannlíf þar á síldarárunum. Tríóið skipaði Jakob Lárusson (sem að öllum líkindum lék á píanó), Kristján Þorkelsson saxófónleikara og Þórð Kristinsson, ekki er ljóst hvaða…