Afmælisbörn 7. desember 2025

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins í þetta skipti: Már Elíson trommuleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Már hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, þeirra þekktust er Upplyfting en einnig má nefna sveitir eins og Trix, Víkingasveitina, Andrá, Pondus, Midas, Kusk, Jeremías, Galdakarla, Danssveitina, Axlabandið og Granada tres tríó svo…

Hugmynd (1992-93)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hugmynd en lög með sveitinni komu út á þremur safnplötum á árunum 1992 og 93. Ekki er víst að sveitin hafi verið starfandi, hún gæti allt eins hafa starfað í hljóðveri eingöngu. Árið 1992 átti Hugmynd lag á safnplötunni Lagasafn 1: Frumafl, og þar voru þeir…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2024

Við áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast þeirra sem látist hafa á líðandi ári, og líkt og undanfarin áramót vill Glatkistan heiðra minningu tónlistarfólks sem létust á árinu 2024. Á listanum hér að neðan eru nöfn slíkra 21 tónlistarmanna og -kvenna sem komu að tónlist með einum eða öðrum hætti. Arthur…

Afmælisbörn 7. desember 2024

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins í þetta skipti: Már Elíson trommuleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Már hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, þeirra þekktust er Upplyfting en einnig má nefna sveitir eins og Trix, Víkingasveitina, Andrá, Pondus, Midas, Kusk, Jeremías, Galdakarla, Danssveitina, Axlabandið og Granada tres tríó svo…

Stútungar (1991-92)

Hljómsveitin Stútungar spilaði um nokkurra mánaða skeið á ballmarkaðnum veturinn 1991 til 92 en sveitin sem var sextett var skipuð þungavigtarmönnum úr poppinu, úr hljómsveitunum Rikshaw og Sniglabandinu. Meðlimir Stútunga voru þeir Richard Scobie söngvari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Einar Rúnarsson hljómborðsleikari, Björgvin Ploder trommuleikari, Þorgils Björgvinsson gítarleikari og Sigurður Kristinsson gítarleikari, flestir sungu þeir líklega…

Sniglabandið (1985-)

Saga hljómsveitarinnar Sniglabandsins er æði löng og spannar þegar þetta er ritað, hátt í fjörutíu ára nokkuð samfellda sögu þar sem léttleiki og gleði hafa löngum verið einkenni sveitarinnar en jafnframt hefur hún tekist á við alvarlegri verkefni inn á milli. Á þessum tíma hafa komið út á efnislegu formi á annan tug breiðskífna og…

Skytturnar [1] (1989-)

Hljómsveitin Skytturnar var stofnuð vorið 1989 upp úr annarri sveit, Hinu liðinu en markmiðið var eingöngu að leika á dansleikjum og skemmta fólki. Skytturnar skipuðu þeir Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Jón Guðmundsson gítarleikari og Þórður Bogason söngvari, einnig kom söngvarinn Eiríkur Hauksson lítillega við sögu sveitarinnar og einnig gæti Sigurður…

Mjölnir (1993-97)

Litlar og haldbærar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Mjölni (sem er að öllum líkindum sama sveit og bar nafnið Þór og Mjölnir) en sveitin átti tvö lög á safnplötunum Lagasafnið 4 (1993) og Lagasafnið 6 (1997). Á fyrrnefndu safnplötunni skipa sveitina þeir Hermann Ingi Hermannsson söngvari, Sigurður Kristinsson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Þórir…

Maranatha (1981)

Hljómveitin Maranatha starfaði í nokkra mánuði árið 1981, ein heimild sem hana hafa leikið gospelrokk og var hún sögð fyrst sinnar tegundar hérlendis. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðrik Steinn Stefánsson hljómborðsleikari, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, John Hansen söngvari og Sigurður Kristinsson gítarleikari. Upphaflega var annar bassaleikari en ekki liggur fyrir nafnið á honum.

Bringuhárin (1982-83)

Hljómsveitin Bringuhárin starfaði í nokkra mánuði á árunum 1982 og 83, hún lék einkum á skóladansleikjum og þess konar böllum. Sveitin var stofnuð haustið 1982, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, Sigurður Kristinsson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari og söngvari skipuðu hana en hún var starfrækt fram á…

Bleeding volcano (1991-93)

Hljómsveitin Bleeding volcano var stofnuð snemma árs 1991 upp úr annarri sveit Boneyard, og með einhverjum mannabreytingum en sveitin var í blaðagrein sögð vera sprottun upp úr tónlistarlegum ágreiningi innan Boneyard. Aðalsprauta Bleeding volcano var Hallur Ingólfsson trommuleikari en auk hans voru í sveitinni í upphafi Sigurður Gíslason gítarleikari, Guðmundur Þórir Sigurðsson bassaleikari og Vilhjálmur…

Útlagar [5] (1995)

Flytjandi sem gekk undir nafninu Útlagar átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 árið 1995. Þar var Skúli Gautason söngvari, Guðrún Sigurðardóttir söng bakraddir, Dan Cassidy lék á fiðlur og Sigurður Kristinsson annaðist annan hljóðfæraleik, lék á trommur, gítar og bassa auk þess að syngja bakraddir. Að öllum líkindum var hér ekki um starfandi hljómsveit að…

S.B.K. (1996)

S.B.K. var flytjandi á safnplötunni Lagasafnið 5: Anno 1996 og átti þar tvö lög sem voru í rokkaðri kanti poppsins. Engar upplýsingar er að finna um hvað S.B.K. stendur fyrir en meðlimir á safnplötunni voru söngvararnir Halldór J. Jóhannesson og Vignir Daðason, Bragi Bragason gítarleikari, Þórður Hilmarsson gítarleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Pétur Hjaltested hljómborðsleikari og…

Icecross [1] (1972-73)

Tríóið Icecross hefur í gegnum tíðina smám saman fengið á sig goðsagnakenndan blæ fyrir það eitt að eina plata sveitarinnar hefur gengið kaupum og sölum milli plötusafnara dýru verði, sveitin náði þó aldrei neinum sérstökum vinsældum þann tíma sem hún starfaði. Það voru þeir Axel Einarsson söngvari og gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari sem stofnuðu…

KFUM & the andskodans (1992-2004)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina KFUM & the andskodans (skammstöfunin KFUM stendur fyrir Klessukeyrt fólk undir mótorhjólum), en svo virðist sem um sé að ræða eins konar tónlistarklúbb innan bifhjólasamtakanna Sniglanna. Sveitin er þ.a.l. náskyld hljómsveitum á borð við Sniglabandinu, B P & þegiðu Ingibjörg, Með læti og Hress, sem allar eru angi…