Afmælisbörn 18. nóvember 2025

Í dag eru sjö afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og níu ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Hots (1939-40)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árin 1939 og 1940 undir nafninu Hots en var líklega sama sveit og kölluð var Holtshljómsveitin. Þessi hljómsveit lék á einum af þeim veitinga- og skemmtistöðum sem buðu upp á dansleiki á síldarárunum á Siglufirði þar sem blómlegt en um leið svalltengt dansleikjahald átti sér stað, ekki liggur fyrir hvar þessi…

Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Afmælisbörn 18. nóvember 2024

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og átta ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Hljómsveit Jónatans Ólafssonar (1947-66)

Fjölmargar hljómsveitir störfuðu undir stjórn píanóleikarans og lagahöfundarins Jónatans Ólafssonar en heimildum ber ekki saman um starfstíma hljómsveita hans, þannig er hann ýmist hafa starfrækt hljómsveitir frá árinu 1947 eða 1950 og allt til 1959 eða 1966. Jafnframt er talað um hljómsveit í hans nafni sem starfaði á Hótel Birninum í Hafnarfirði á árunum 1941-45…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Afmælisbörn 18. nóvember 2023

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Swingtríó Stefáns Þorleifssonar (1947)

Stefán Þorleifsson harmonikku- og saxófónleikari starfrækti sumarið 1947 litla hljómsveit sem hann kallaði Swingtríó Stefáns Þorleifssonar. Þessi hljómsveit lék meðal annars á dansleik austur á Stokkseyri en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hvorki um hverjir spilafélagar hans voru eða á hvaða hljóðfæri þeir léku né hversu lengi hún starfaði. Stefán átti síðar eftir…

Afmælisbörn 18. nóvember 2022

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Stefán Þorleifsson [1] (1911-2001)

Tónlistarmaðurinn og leigubílstjórinn Stefán Þorleifsson lék með ýmsum hljómsveitum á ferli sínum og starfrækti m.a. um langt árabil sveit í eigin nafni, þá samdi hann einnig tónlist og ljóð/texta. Stefán Þorleifsson fæddist haustið 1911 en afar fáar upplýsingar er að finna um uppruna hans og æskuár, líklegt er þó að hann hafi verið fæddur og…

SMS tríó [1] (1972-75)

SMS tríó var hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum en hún starfaði á árunum 1972-75. Tríóið var stofnað upp úr Fljóðatríóinu sem var reyndar fyrsta kvennahljómsveit Íslands, en SMS stendur fyrir upphafsstafi meðlima sveitarinnar þau Sigurborgu Einarsdóttur söngvara og gítarleikara, Maríu Einarsdóttur systur hennar sem einnig lék á gítar og söng og svo…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Íslendingakórinn í Álaborg (1986-2001)

Blandaður kór var starfræktur innan Íslendingasamfélagsins í Álaborg í Danmörku um nokkurra ára skeið, að minnsta kosti á árunum 1986 til 2001 – þó ekki alveg samfleytt. Kórinn gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Álaborg en hefur einnig verð nefndur Kór Íslendingafélagsins í Álaborg. Sigríður Eyþórsdóttir var stjórnandi kórsins árið 1986 en ekki er vitað hverjir…

Flamingo kvintettinn [2] (1960-63)

Flamingo kvintettinn (um tíma kvartett) var meðal vinsælustu ballsveita landsins upp úr 1960 og var um tíma fastráðin í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni, sveitin lék einnig nokkuð hjá ameríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var stofnuð síðsumars 1960 og var fljótlega komin í Vetrargarðinn í Tívolíinu þar sem hún skemmti lengstum en lék þó einnig…

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1991-)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var stofnaður árið 1991 og hefur veriðr starfræktur líklega nokkuð samfellt við grunnskólann í bænum síðan þá. Það var líklega að frumkvæði tónlistarkennarans Robert Darling sem kórinn var stofnaður 1991 og var hann stjórnandi hans á fyrstu starfsárunum en þar kom einnig við sögu Ester Hjartardóttir. Robert var við stjórvölinn til…

Barnakór Selfosskirkju (1988-2015)

Barnakór Selfosskirkju en stundum nefndur í sömu andrá og Unglingakór Selfosskirkju en saga þeirra er að nokkru samofin. Umfjöllun um kóranna tvo verður þó hér í tvennu lagi. Upphaf þess sem um tíma var kallað Barna- og unglingakór Selfosskirkju má rekja til haustsins 1988 þegar barnakór var stofnaður á vegum Selfosskirkju. Glúmur Gylfason organisti Selfosskirkju…

Unglingakór Selfosskirkju (1993-2015)

Unglingakór Selfosskirkju var stofnaður upp úr öðrum kór, Barnakór Selfosskirkju þegar meðlimir kórsins komust á unglingsaldur. Svo virðist sem kórarnir tveir hafi um tíma verið starfandi sem ein eining enda kom hann stundum fram undir nafninu Barna- og unglingakór Selfosskirkju. Eftir 1995 virðist unglingakórinn þó hafa slitið sig alveg frá yngri kórnum en meðlimir gengu…

Kátir piltar [3] (1944-50)

Hljómsveitin Kátir piltar frá Hafnarfirði (hin fyrri) starfaði um og eftir seinna stríð. Sveitin spilaði oft í Góðtemplarahúsinu (Gúttó) þar í bæ en um var að ræða sextett. Meðlimir Kátra pilta voru Friðleifur E. Guðmundsson gítarleikari, Einar Sigurjónsson harmonikkuleikari, Friðþjófur Sigurðsson trommuleikari, Stefán Þorleifsson saxófón- og harmonikkuleikari, Jónatan Ólafsson píanóleikari og Magnús Randrup saxófón- og…