Hljómsveit Villa Valla (1950-2014)

Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) rakari á Ísafirði starfrækti fjölda hljómsveita frá því um miðja síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar, og skipta meðspilarar hans tugum í þeim sveitum. Sveitir Villa Valla hafa verið allt frá tríóum og upp í sjö manna bönd en oftast var um kvartetta að ræða, ekki er…

Blossar og Barði (1964-65)

Hljómsveitin Blossar og Barði starfaði í nokkra mánuði um miðjan sjöunda áratuginn á Ísafirði. Sveitin var stofnuð upp úr V.V. og Barða sem hafði verið starfandi þar í bæ í nokkurn tíma, Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) hljómsveitarstjóri þeirrar sveitar lagði hana niður um vorið 1964 en hinir meðlimir sveitarinnar héldu áfram undir nafninu Blossar og…

B.J. kvintettinn (1970-80)

B.J. kvintettinn starfaði um og upp úr 1970 og var um tíma húshljómsveit í Þórscafé, hún mun hafa verið einhvers konar afsprengi hljómsveitarinnar Sóló og lék töluvert einnig á Keflavíkurflugvelli en þar var skilyrði (einkum í Rockville) að söngkonur væru í sveitinni og því sungu söngkonur eins og Mjöll Hólm, Helga Sigþórsdóttir og sjálfsagt fleiri…

Þriðja hæðin [1] (1983)

Þriðja hæðin (3. hæðin) var hljómsveit sem starfaði í nokkra mánuði árið 1983. Sveitin var stofnuð í upphafi árs og voru meðlimir sveitarinnar forsprakkinn Rúnar Þór Pétursson söngvari og gítarleikari, Þórarinn Gíslason hljómborðsleikari, Jakob Viðar Guðmundsson bassaleikari og Birgir Kristinsson trommuleikari. Tekið var sérstaklega fram í kynningu á sveitinni að hún væri vímulaus. Halldór Fannar…

Sexmenn [1] (1964 / 1967)

Hljómsveitin Sexmenn (Sex menn) starfaði á sjöunda áratugnum á Ísafirði, upphaflega sumarið 1964 og svo aftur þremur árum síðar (1967). Sveitin var stofnuð vorið 1964 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) saxófón- og harmonikkuleikari, Barði Ólafsson söngvari, Baldur Ólafsson [bassaleikari?], Þórarinn Gíslason píanóleikari, Guðmundur Marinósson trommuleikari og Ólafur Pálsson saxófónleikari…

Opus [1] (1972-76 / 1982-83)

Hljómsveitin Opus var að nokkru leyti skyld annarri sveit, Opus 4 sem hafði starfað örfáum árum áður en hún hafði á að skipa sömu meðlimum að hluta, þeim Hirti Blöndal og Sævari Árnasyni. Opus var stofnuð 1972 og var nokkuð áberandi í fjölmiðlum þá um haustið þar sem hún lék á böllum sem tengdust Fegurðarsamkeppni…

BG og Ingibjörg (1955-95)

Þegar talað er um hljómsveitina BG og Ingibjörgu frá Ísafirði er eiginlega um að ræða nokkrar sveitir, allar þó undir stjórn Baldurs Geirmundssonar, starfandi um fjörutíu ára skeið. Upphafið má rekja til tríósins BKB sem ku hafa verið fyrsta hljómsveitin sem Baldur starfrækti. Það var nokkru fyrir 1960, líklega um miðjan sjötta áratuginn. Upphaflegu meðlimir…

Jana (1969-70 / 2002)

Ekki fór mikið fyrir ísfirsku hljómsveitinni Jönu á sínum tíma en þeir vöktu þó nokkra athygli þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1970 og lenti þar í öðru sæti, þá hafði sveitin líklega verið starfandi í um eitt ár að minnsta kosti. Ekki finnast miklar upplýsingar um sveitina en sumarið 1969 voru…