Hljómsveit Grettis Björnssonar (1949-2005)

Harmonikkuleikarinn Grettir Björnsson starfrækti nokkrar hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum en upplýsingar um þær eru almennt mjög takmarkaðar. Fyrsta sveitin sem Grettir rak var tríó sem starfaði á árunum 1949 og 50, sú sveit lék m.a. á Keflavíkurflugvelli en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum. Næsta…

Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar (1957-73)

Jón Páll Bjarnason gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum allan sinn starfsferil og af ýmsu tagi, djasstengdum sveitum hans hefur verið gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Páls Bjarnasonar en hér eru hins vegar til umfjöllunar aðrar hljómsveitir hans. Fyrsta Hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar starfaði í Breiðfirðingabúð í upphafi árs 1957 og var…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [2] (1954-93)

Jón Sigurðsson bassaleikari eða Jón bassi, eins og hann var iðulega kallaður til aðgreiðingar frá nöfnum sínum Jóni trompetleikara og Jóni í bankanum (og reyndar fleirum), stjórnaði ógrynni hljómsveita um ævi sína – þar var bæði um að ræða danshljómsveitir sem léku á skemmtistöðum og félagsheimilum víða um land og einnig hljómsveitir sem hann stjórnaði…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Sextett Ólafs Gauks (1965-71)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur Þórhallsson rak hljómsveitir í eigin nafni um lengri og skemmri tíma nánast allan sinn starfsferil, allt frá því fyrir 1950 og fram á þessa öld, þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa Sextett Ólafs Gauks sem starfaði á árunum 1965 til 1971 og gaf þá út fjölda laga sem nutu mikilla vinsælda.…

Combo Eyþórs Þorlákssonar (1959-66)

Combo Eyþórs Þorláksson starfaði um nokkurra ára skeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en combo-ið var lengst af húshljómsveit á Röðli. Sveitin kom fyrst fram árið 1959 og var þá skipuð hljómsveitarstjóranum Eyþóri Þorlákssyni gítarleikara, Reyni Jónassyni saxófónleikara, Guðjóni Pálssyni píanóleikara, Hrafni Pálssyni bassaleikara og Guðmundur Steingrímssyni trommuleikara. Haustið 1962 var sveitin ráðin…

Musica prima (1968-69)

Hljómsveitin Musica prima starfaði um nokkurra mánaða skeið frá haustinu 1968 og fram á sumarið 1969, sem húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum. Sveitin sem lék djasskennda tónlist, var stofnuð upp úr kvartett sem Þórarinn Ólafsson píanóleikari hafði starfrækt og í sveitinni voru auk hans Örn Ármannsson gítarleikari, Marta Bjarnadóttir söngkona, Jóhann G. Jóhannsson bassaleikari og Pétur Östlund…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

The Icelandic all stars (1958)

Hljómsveit sem kölluð var The Icelandic all stars var sett saman fyrir eina plötuupptöku árið 1958. Sveitin var því aldrei starfandi en skipuð úrvali hljóðfæraleikara undir stjórn Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Meðlimir The Icelandic all stars voru Finnur Eydal klarinettuleikari, Andrés Ingólfsson tenórsaxófónleikari, Jón Sigurðsson trompetleikari, Guðjón Ingi Sigurðsson trommuleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Jón Sigurðsson…

Rúbín kvartett (1957-58)

Rúbín kvartett mun hafa verið starfandi á Akureyri veturinn 1957-58. Reynir Sigurðsson sem að öllum líkindum lék á víbrafón, Edwin Kaaber bassaleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Óðinn Valdimarsson trommuleikari skipuðu sveitina en sá síðast nefndi átti síðan eftir að verða söngvari sveitarinnar. Ekki liggur fyrir hvort annar trymbill kom í stað Óðins eða hvort hann…

Radíus [1] (1980-84)

Hljómsveitin Radíus var sveitaballasveit frá Vestmannaeyjum en hún spilaði mikið á Suðurlandi um og upp úr 1980. Sjöund (7und) varð síðar til upp úr sveitinni, en upplýsingar um hana eru af skornum skammti. Þó átti sveitin efni á safnplötunni SATT 2 (1984) og var sveitin þá skipuð þeim Þórarni Ólafssyni söngvara, Vigni Ólafssyni gítarleikara, Eiði…

Útlendingahersveitin [2] (1992 -)

Djasssveitin Útlendingahersveitin var stofnuð 1992 og kom fyrst fram opinberlega á RúRek djasshátíðinni það sama ár. Nafn sitt hlaut sveitin af því að flestir meðlimir hennar bjuggu erlendis, en þeir voru Árni Scheving víbrafónleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Árni Egilsson kontrabassaleikari og Pétur Östlund trommuleikari. Átta ár liðu áður en Útlendingahersveitin kom…

Útlendingahersveitin [2] – Efni á plötum

Útlendingahersveitin [2] – Útlendingahersveitin / The foreign legion Útgefandi: Japis Útgáfunúmer: JAP 0078-2 Ár: 2000 1. Nína 2. Ice 3. Geysir 4. The rivers 5. Des flauves impassibles 6. Casa del alcalde 7. Litfríð og ljóshærð 8. Suðurnesjamenn 9. Morning 10. Say what Flytjendur Jón Páll Bjarnason – gítar Þórarinn Ólafsson – píanó Pétur Östlund –…