Karlakórinn Húnar [2] (1963)

Svo virðist sem karlakór hafi starfað um skamma hríð árið 1963 í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnvatnssýslu en þá um vorið söng þessi kór undir stjórn Þorsteins Jónssonar, hugsanlega innan ungmennafélagsins Húna sem þá starfaði í sýslunni. Ekki virðist um sama kór að ræða og starfað hafði nokkrum árum áður á Blönduósi undir sama nafni.

Söngfélagið Svanur [1] (1874-98)

Söngfélagið Svanur eða Söngfélag Seltjarnarneshrepps var með fyrstu starfandi söngkórum hér á landi en margt er á huldu varðandi sögu þess og er þessi umfjöllun nokkuð lituð af því. Guðmundur Einarsson þáverandi söngkennari á Seltjarnarnesi stofnaði söngfélagið 1874 eða 75 en hann var stjórnandi þess fyrstu árin og æfði kórinn þá í barnaskólanum í Mýrarhúsum.…

Sonus futurae (1981-87)

Sonus futurae er almennt talin fyrsta hreinræktaða tölvupoppsveit íslenskrar tónlistarsögu ásamt Mogo homo en sveitin starfaði mun lengur og sendi frá sér plötu, sem Mogo homo gerði ekki. Sonus futurae var stofnuð á Seltjarnarnesi um jólin 1981 og voru meðlimir sveitarinnar Kristinn Rúnar Þórisson söngvari, gítar- og hljóðgervilsleikari, Þorsteinn Jónsson hljóðgervilsleikari og Jón Gústafsson söngvari…

Flass (1987)

Flass var sólóverkefni og því ekki eiginleg hljómsveit en Einar Oddsson gaf út sex laga plötu undir því nafni haustið 1987. Einar hafði ásamt Þorsteini Jónssyni (Sonus Futurae o.fl.) unnið frumsamda tónlist um tveggja ára skeið og fékk svo til liðs við sig söngvarana Hauk Hauksson (bróður Eiríks) og Ólöfu Sigurðardóttur sem þá hafði vakið…

Gaulverjar (1979)

Hljómsveitin Gaulverjar starfaði innan Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1979 en þá lék sveitin m.a. á Listahátíð barnanna sem haldin var um það leyti. Meðlimir Gaulverja voru þeir Jón Gústafsson [?], Kristinn Þórisson [?], Þorsteinn Jónsson [?] og Halldór Halldórsson bassaleikari en upplýsingar vantar um fimmta meðlim hljómsveitarinnar. Þeir Jón, Kristinn og Þorsteinn störfuðu einnig saman…

Varnaglarnir (1987)

Varnaglarnir var hljómsveit sett saman snemma árs 1987 í tilefni af átaki Landlæknisembættisins gegn eyðnismiti, sveitin mun þó ekki hafa komið fram opinberlega heldur einungis tekið upp eitt lag sem hlaut nafnið Vopn og verjur. Í laginu var hvatt til smokkanotkunar til að sporna gegn eyðnismiti og samhliða því voru gefin út veggspjöld þar sem…

Þorsteinn frá Hamri (1938-2018)

Rithöfundurinn Þorsteinn frá Hamri telst seint meðal tónlistarmanna en eftir hann liggur þó plata þar sem hann les eigin ljóð, og fleiri plötur þar sem ljóð hans koma við sögu. Þorsteinn Jónsson fæddist 1938 og var frá Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði, hann var ætíð kenndur við æskustöðvarnar þótt hann byggi á höfuðborgarsvæðinu lengst af.…

Pax vobis (1983-86)

Pax vobis var meðal nýbylgjusveita á fyrri hluta níunda áratugarins sem sóttu áhrif sín til sveita eins og Japan og var tónlistin jafnan kennd við nýrómantík. Þrír meðlimir sveitarinnar sem allir voru ungir að árum, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari, Skúli Sverrisson bassaleikari og Ásgeir Sæmundsson söngvari og hljómborðsleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Exodus en…

Axlabandið [2] (1973-)

Axlabandið úr Sandgerði starfaði á fyrri hluta áttunda áratug liðinnar aldar (allavega 1973) og starfaði enn árið 2015, líklega hefur þó starfsemi hennar ekki verið samfleytt. Meðlimir hennar árið 2015 voru Heimir Sigursveinsson bassaleikari, Ögmundur Einarsson trommuleikari, Jón H. Hafsteinsson gítarleikari, Guðmundur Hreinsson gítarleikari, Elvar Grétarsson gítarleikari og Daggrós Hjálmarsdóttir söngkona. Ekki er kunnugt um…

Echo [5] (1980)

Echo var starfandi í Reykjavík í kringum 1980, líklega var sveitin eins konar undanfari tölvupoppsveitarinnar Sonus futurae sem hafði að geyma þá Kristin Þórisson og Þorstein Jónsson, auk Jóns Gústafssonar sem síðar varð þekktur sjónvarpsmaður. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þessar sveit en þær væru vel þegnar.

Haldapokarnir (2004 -)

Haldapokarnir er hljómsveit frá Blönduósi, starfandi allavega frá 2004. Meðlimir Haldapokanna eru Þorsteinn Jónsson og Jón Ólafur Sigurjónsson en þeir syngja báðir auk þess að leika á gítar og bassa. Líklega hefur þetta lengst af verið dúett en þegar þeir áttu lag á safnplötunni Vökulögin 2008, sem er afrakstur dægurlagakeppni haldin í tengslum við Húnavöku,…