Gleðibankinn

Gleðibankinn
(Lag / texti Magnús Eiríksson)

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld,
hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld.
Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum,
þú tekur kannski of mikið útúr gleðibankanum.

Hertu upp huga þinn, hnýttu allt í hnút,
leggur ekkert inn, tekur bara út.
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum,
þú tekur kannski of mikið útúr gleðibankanum.

viðlag
Þú skalt syngja lítið lag um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
og láttu heyra að þú eigir lítið gleðihús.
Kósý lítið lag sem gæti gripið mig og hvern sem er,
þú leggur ekki inn í gleðibankann tóman blús.

Hertu upp huga þinn, hnýttu allt í hnút,
leggur ekkert inn, tekur bara út.
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum,
þú tekur kannski of mikið útúr gleðibankanum.

viðlag

[m.a. á plötunni Icy-hópurinn – Gleðibankinn (Bank of fun)]