Þær tvær (1990)

Dúettinn Þær tvær var samstarfsverkefni þeirra Dúkkulísa, Hörpu Þórðardóttur hljómborðsleikara og Erlu Ragnarsdóttur söngkomu árið 1990 en þá áttu þær eitt lag á safnplötunni Hitt og þetta aðallega hitt alla leið. Harpa og Erla höfðu valinkunna tónlistarmenn sér til halds og traust á þeirri safnplötu.

Ekki virðist hafa verið um frekara samstarf þeirra að ræða undir þessu nafni.