Ljóshærður

Ljóshærður
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)

Ljóshærður gæi
þrengir sér inn á kaffihús,
kastar kveðju,
breiðir út kalt bros.

Há káboj stígvel,
glansandi gallabuxur,
hárlokkur sveiflast
í takt við útvarpið.

Jett í jett í jett,
hann er ljóshærður strákur,
hann getur hlegið um nætur
og hann dansar.

Glansar auga,
glansar auga í hornið sitt,
þar situr litla,
litla sæta dúfan hans.

Hún situr
og situr og bíður meistarans
en hann
bara hlær.

[af plötunni Síðan skein sól – Síðan skein sól]