Tíkall í strætó

Tíkall í strætó
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)

Lengst inni í horni,
upp í skáp
þar leynist krukka með drasli,
geymdar og gleymdar
gamlar minningar.

Silfurhringur, næla,
merki með James Dean og danska krónan
sem fylgdi mér
frá kóngsins Köbenhavn.

Og núna vantar mig
tíkall í strætóinn,
leita dauðaleit,
tíkall í strætóinn.

Loksins kem ég auga á
dönsku krónuna
leyndardómsfullu
þar sem hún dylst á bak við lyklana.

Henni er boðið
að skipta um hlutverk
í sápuóperunni,
koma í staðinn
fyrir tíkallinn.

[af plötunni Síðan skein sól – Síðan skein sól]