Skáldin

Skáldin
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Undir súðinni sitja skáldin og skála
og byggja sér huglæga borg.
Þar kryfja til mergjar mál allra mála
og stúdera gleði og sorg.
Hvort heimurinn deyi,
hvað spádómur segir
um manninn sem blóðmerkið ber.
Hvort allt er með felldu
í kerfinu geldu.
Og hvort almættið yfirleitt sér.

Skál, skömmin þín skál!
Ég skil þig svo déskoti vel.
Skál, skömmin þín skál!
Nú úti er myrkur og él.

Hann næðir að norðan í hug okkar beggja,
þó sólskini sýni sig oft.
En ofstuðlað mannlífið býr milli veggja
og hrópar á ferskara loft.
Því þótt heimurinn dansi
og augun þín glansi
ég skil þig samt helvíti vel.
Og ei er með felldu
allt í kerfinu geldu.
Og almættið ekki neitt sér.

Viðlag x2

Það er samdóma álit, allra sem hugsa
að best sé að vita sem minnst.
Og menningarpostular allra mest gusa
þó vaði þeir alla tíð grynnst.
Þá alls konar Thórar
með væntingar stórar
tala svo niður til þín.
Og alþýðan gónir
en á toppnum þú trónir,
ljós sem á sannleikann skín.

Viðlag x2

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]