Bastían

Bastían
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Þau voru ung
og svo ástfangið par.
Það stóð ekki lengi
en var meðan var.
Því eitthvað svo þungt
var á herðar þeim lagt.
Ég get ekki lýst því,
ég get ekkert sagt.
Bastían.

En fulltrúinn kom
og hamarinn skók.
Hann borðið og stólinn
og skrifpúltið tók.
Bastían.
Bastían.

Viðlag
Þeim hefði verið nær að byrja
búskapinn við bárujárnsgötuna.
Þeim hefði verið nær að byrja
búskapinn við bárujárnsgötuna.

Þá endurnar fældust,
af tjörninni flugu.
Og háskólamenntaðir
rukkarar lugu.
Bastían.
Bastían.

Þau voru ung
og svo ástfangið par.
Í huga þeim
samskonar æskuþor var.
Og rómantísk von
um telpu og son.
Og Euro og Visa
og afslátt í KRON.
Bastían.

En fulltrúinn kom
og hamarinn skók.
Hann borðið og stólinn
og skrifpúltið tók.
Bastían.
Bastían.

Viðlag

Hún fór í meðferð
en hann út á sjó.
Í Lögbirtu
framtíðardraumurinn dó.
Bastían.

Viðlag

Já hún fór í meðferð
en hann út á sjó.
Í Lögbirtu
framtíðardraumurinn dó.
Bastían.

Viðlag

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]