Lífsreynslumolar

Lífsreynslumolar
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ég er með stóran bing
af lífsreynslumolum inni‘ í mér.
Þú ert með sæg af pínulitlum
lífsreynsluholum inni‘ í þér.
Maður dafnar segir máltækið,
við sérhvern blús og bömmer,
verður sterkari, beinskeyttari,
harðari í horn að taka‘ á taugum,
líka trekktari.

Þú ert með sæg af pínulitlum
lífsreynslusögum inni‘ í þér.
Ég er með bing af pínulitlum
lífsreynslulögum inni‘ í mér.
Maður dafnar segir máltækið,
við sérhvern blús og bömmer,
fer að verja sig.
Þó góður gúrú hafi sagt,
að betra væri að láta bara berja sig.

Olivia Newton John
aldrei hefur handtak gert í fiski.
Samt hún fær sitt fóður allt,
framborið á yfirstéttardiski.

Maður dafnar segir máltækið,
við sérhvern blús og bömmer,
fer að verja sig.
Þó góður gúrú hafi sagt,
að betra væri að láta bara berja sig.

Olavia Newton John
aldrei hefur handtak gert í fiski.
Enda hún fær sitt fóður allt
framborið á yfirstéttardiski.

Enda fær hún allt sitt fóður
framborið á yfirstéttardiski.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Í fylgd með fullorðnum]