Afmælisbörn 26. október 2018

Valur Emilsson

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru:

Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sextíu og sjö ára gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur aukinheldur sjálfur sent frá sér sólóefni. Hann starfaði einnig á árum áður með Fíaskó, Hassanssmjöri og Zero en hefur einnig hin síðari ár starfrækt hljómsveitina Taktleysu sem starfsbræðrum sínum.

Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli í Þistilfirði átti þennan afmælisdag en hann lést 1996. Einar (f. 1911) sem bjó lengst af á Akureyri, var kunnur harmonikkuleikari og hafði leikið á sveitaböllum í heimabyggð sinni. Hann gaf úr plötu með harmonikkuleik sínum árið 1979 en hann var einnig kunnur dagskrárgerðarmaður í útvarpi og textasmiður.

Þá hefði Keflvíkingurinn Valur Emilsson einnig átt afmæli á þessum degi. Valur (1947-2011) var þekktur gítarleikari á sínum tíma og lék þá með sveitum eins og Uncle John‘s band (síðar Lísu), Nesmönnum, The Robots og Óðmönnum en poppaði síðar upp löngu síðar sem einn af Lummum Gunnars Þórðarsonar. Hann var lítt áberandi í tónlistinni hin síðari ár.