Verðir laganna (1987-93)

Hljómsveit að nafni Verðir laganna var starfrækt í kringum 1990, reyndar er ekki ljóst hvort um eina sveit, tvær eða jafnvel þrjár var að ræða.

Árið 1987 var sveitin stofnuð og starfaði hún fram eftir árinu 1988, fjórir meðlimir skipuðu þessa sveit en hún lék m.a. í nokkur skipti á Broadway.

Árið 1990 lék sveit með sama nafni í Keflavík að minnsta kosti í tvígang, og í auglýsingu var Guðmundur Hermannsson sagður vera í broddi fylkingar.

Árið 1993 léku Verðir laganna í nokkur skipti, m.a. á Austurlandi en þó einkum á höfuðborgarsvæðinu, um tríó var að ræða í þetta skiptið.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit eða sveitir væru vel þegnar.