Verkalýðskórinn (?)

Nokkrar heimildir er að finna um kór undir nafninu Verkalýðskórinn.

Enginn kór virðist beinlínis hafa borið þetta heiti, utan þess að Karlakór Akureyrar mun hafa gengið undir þessu nafni fyrstu mánuðina sem hann starfaði (árið 1929).

Líklegast hlýtur að teljast að kórar eins og Alþýðukórinn (Söngfélag verkalýðsins), Karlakór verkamanna, Karlakór Dagsbrúnar eða jafnvel einhver/jir hinna fjölmörgu Karlakóra verkamanna hafi verið kallaðir þetta í einhverju samhengi.