Ég á mig sjálf [2]

Ég á mig sjálf
Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson

Ég á mig sjálf,
ég á mig sjálf,
þeir mega eiga sig.

Ég var með strák,
ég var með Halla.
Ég þráði hann,
hann þráði mig.
En svo fór hann
með annarri að tralla,
og örvænting mín
komst á hættulegt stig.

Svo kom hann Björn,
svo hýr og mig hressti.
Hann gladdi mig,
ég gladdi hann.
Unga hann einn dag,
hjá afgömlum presti,
hárgreiðslumey
í hjónaband vann.

Endalok snögg
urðu á mínum vonum,
og við hvern strák
fór ég á svig.
Ástin var smáð,
sem hafði ég á honum,
nú hata ég hann,
og hann hatar mig.

Ég fór til Páls
og játaðist honum.
Ég elska hann,
hann elskar mig.
Giftur hann er
annarri konu,
í ókunnugt land
fluttu þau sig.

Ég fer á böll,
ég fer með piltum.
Ég kyssi þá,
þeir kyssa mig,
en þótt ég sé
með ýmsum mjög villtum,
er óþarft að láta
þá snúa á sig.

Ég er nú frjáls,
ég þekki stráka,
ég varast þá,
þeir varast mig.
Ljái ei máls
á jáyrðum háka.
Ég á mig sjálf,
en þeir eiga sig.

[m.a. á plötunni Stelpurokk – ýmsir]