Það gerir ekkert til

Það gerir ekkert til
Lag / texti: ástralskt þjóðlag / Ómar Ragnarsson

Ég vil spyrja ykkur öll:
Eigum við að fara á fjöll,
í gömlu, slitnu fjallafari?
Fyrir sig nú hver einn svari.

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
en það gerir ekkert til.

Gamli víponinn er valtur,
vondur í stýri og hálfhaltur.
Stjórnlaus hrekkur hann úr gíri.
hver vill setjast undir stýri?

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
en það gerir ekkert til.

Þröngt er hér og þeygi gaman,
þótt við sitjum pressuð saman
eins og kássa í krökkri tunnu.
Hver vill sitja undir Gunnu?

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
en það gerir ekkert til.

Á veðurspánni vondu að trúa,
við í snatri aftur snúa,
eða halda á hættuslóðir?
Hvað segið þið hálsar góðir?

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
en það gerir ekkert til.

Er bíllinn festist úti í á,
og yfirgefa hann kvenfólk má,
konuleggir kólna og blána.
Hver vill bera þær yfir ána?

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
en það gerir ekkert til.

Bröttum hliðarhalla í.
Hjálp er bílnum oft í því,
ef vaskur hópur við hann styður,
svo velti hann ekki niður.

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
en það gerir ekkert til.

Auminginn hann Siggi sæti
særðist illa á vinstra fæti.
Vill ekki ein af vorum konum
verða eftir og hjúkra honum?

Þetta glöð ég vil. – Þetta glöð ég vil.
Þetta er glæfraspil
en það gerir ekkert til.

Í náttstað reynist ástin ör,
og okkar hópur orðin pör.
Er það samþykkt, sem þið valdið,
af sofa tvö og tvö í tjaldi?

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
En það gerir ekkert til.

Í níu mánuði eða meira,
mjög við vildum áfram keyra,
en heim er víst best að ég keyri,
áður en við verðum fleiri.

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
En það gerir ekkert til.

Því allmargt hlaust af okkar glingri.
Ýmsar konur urðu þyngri.
En eigum við að endurtaka þetta,
er þær verða aftur léttar.

Það ég glaður vil. – Það ég glaður vil.
Þetta er glæfraspil,
En það gerir ekkert til.

[m.a. á plötunni Hjarta landsins: náttúran og þjóðin – ýmsir]