Lag þetta gerir mig óðan

Lag þetta gerir mig óðan
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)

Lag þetta gerir mig óðan,
ég heyra vil það á ný
því gömul minning
er svo nátengd því.
Þetta er ósköp einfalt lag og með léttum brag,
allir geta sungið með.
Viltu spila þetta til að
bæta allra geð.

Mér finnst svo fín
vísan „Draumavín”
eða „Diggi liggi ló”
eða „Kassadótið” með Þokkabót
eða Þorvaldur „Á sjó”
Hóh!

Lag þetta gerir mig óðan,
ég heyra vil það á ný.
Eldgömul minning
er svo mikið tengd því.
Þetta er ósköp einfalt lag
og með léttum brag,
allir geta sungið með.
Viltu spila þessa geggjun til að
allir geti bætt sitt geð.

Þú syngur hátt
og ég syng lágt,
allir syngja með í kór.
En þegið eins og steinn
meðan ég syng einn.
ba ring deng dúbí dó!
Wóh!

Lag þetta gerir mig óðan,
ég heyra vil það á ný
því gömul minning
er svo mikið tengd því.
Þetta er ósköp einfalt lag
og með léttum brag,
allir geta sungið með.
Viltu spila þetta til að
bæta allra geð.
Viltu spila þetta til að
allir geti bætt sitt geð.

[m.a. á plötunni Ðe lónlí blú bojs – Vinsælustu lögin]